fbpx
Sunnudagur 21.apríl 2024
Pressan

Enn einn hryllingurinn á heimaslóðum Heuermann – Barn rakst á afskorinn handlegg á leiðinni í skólann

Pressan
Föstudaginn 1. mars 2024 21:30

Frá Suffolk sýslu/Wikipedia

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Nemendi í grunnskóla Long Island var á leið í skólann í gær þegar hún rakst á afskorinn handlegg. Í kjölfarið fór að stað leit og fannst þá fótleggur í nágrenninu.

Síðar sama dag, eftir að leitarhundar voru látnir kemba svæðið, fannst annar handleggur.

„Svo við erum með hægri handlegg og vinstri handlegg,“ sagði rannsóknarlögreglumaðurinn Kevin Beyrer við fjölmiðla. Ekki er búið að bera kennsl á eiganda útlimanna, en gengið er út frá því að viðkomandi sé látinn. Málið er því rannsakað sem manndráp.

Lögregla sagði í tilkynningu að mál væri til rannsóknar eftir að vinstri handleggur fannst í gærmorgun. Eftir umfangsmikla leit í kjölfarið hafi hundar fundið fótlegg í hrúgu af laufblöðum í um 1,5 kílómetra fjarlægð frá handleggnum. Skammt frá fótleggnum fannst svo hægri handleggurinn.

Annar handleggurinn var húðflúraður og vantaði fingurgóma. Ekki er ljóst hvort útlimirnir tilheyri konu eða karl, en er hið síðarnefnda talið líklegra. Lögregla telur að útlimirnir hafi ratað á svæðið nýlega.

Beyrer er ekki ókunnugur áberandi rannsóknum, en hann fór fyrir teyminu sem rannsakaði Gilgo-morðin. Rannsóknin varð til þess að arkitektinn Rex Heuermann var handtekinn í sumar, en hann hefur verið ákærður fyrir andlát fjögurra kvenna.

Leit verður haldið áfram á svæðinu í dag í von um að hægt sé að finna fleiri líkamshluta sem muni gera rannsakendum kleift að átta sig á því hvernig andlátið bar að og hver hinn látni eða látna er.

Stúlkan sem fann handlegginn var eðlilega slegin. Hún hringdi fyrst í föður sinn sem hringdi umsvifalaust í lögreglu. Talsmaður grunnskólans sagði málið hafa lagst þungt í nemendur og var tekin ákvörðun um að aflýsa útivist og kalla út áfallateymi.

Íbúar á svæðinu eru eins slegnir, enda ljóst að eitthvað óhugsandi hafi átt sér stað í bakgarði þeirra.

„Þetta er mjög skuggalegt. Þetta er mjög nærri okkur. Öll börnin mín ganga þarna í skóla. Hvort sem það er barn eða fullorðinn þá er það mjög truflandi að finna útlim,“ sagði einn nágranninn.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Hvalur sprakk í tætlur

Nýlegt

Pressan
Í gær

Tannlæknir deilir ofureinföldu „tannbjörgunarráði“ fyrir kaffidrykkjufólk

Tannlæknir deilir ofureinföldu „tannbjörgunarráði“ fyrir kaffidrykkjufólk
Pressan
Í gær

Hversu oft á að þvo handklæði og sængurver?

Hversu oft á að þvo handklæði og sængurver?
Pressan
Fyrir 2 dögum

Varpa sprengju inn í Gilgo-morðmálið – Er lögreglan að fela eitthvað ?

Varpa sprengju inn í Gilgo-morðmálið – Er lögreglan að fela eitthvað ?
Pressan
Fyrir 2 dögum

Lögð í einelti í menntaskóla – Nú vilja gerendurnir ólmir vinna hjá henni

Lögð í einelti í menntaskóla – Nú vilja gerendurnir ólmir vinna hjá henni
Pressan
Fyrir 3 dögum

Varpa fram athyglisverðri kenningu um hamfararigninguna í Dúbaí

Varpa fram athyglisverðri kenningu um hamfararigninguna í Dúbaí
Pressan
Fyrir 3 dögum

Kvikmyndafyrirtæki með 21 Óskarsverðlaun á ferilskránni leggur upp laupana

Kvikmyndafyrirtæki með 21 Óskarsverðlaun á ferilskránni leggur upp laupana
Pressan
Fyrir 4 dögum

Vaxandi áhyggjur af nýjum heimsfaraldri

Vaxandi áhyggjur af nýjum heimsfaraldri
Pressan
Fyrir 4 dögum

Við fórum heim til hans eftir stefnumótið – Síðan festist typpið hans í teinunum mínum

Við fórum heim til hans eftir stefnumótið – Síðan festist typpið hans í teinunum mínum