fbpx
Laugardagur 02.mars 2024
Pressan

„Veikasti maður Bretlands“

Pressan
Föstudaginn 9. febrúar 2024 17:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Samsæriskenningasmiður sem kom meðal annars fyrir földum myndavélum við heimili fórnarlamba sprengjuárásarinnar í Manchester árið 2017 gæti verið í vondum málum eftir að fórnarlömb höfðuðu mál gegn honum.

Daily Mail fjallar um manninn, Richard D. Hall, sem heldur meðal annars YouTube-síðu þar sem hann dregur í efa að ýmsir hörmungaratburðir á síðustu árum hafi átt sér stað. Er Richard kallaður „Veikasti maður Bretlands“ í fyrirsögn.

Forsíða Daily Mail.
Forsíða  vefútgáfu Daily Mail í dag.

Meðal atburða sem hann dregur í efa að hafi átt sér stað er sprengjuárásin á tónleikum Ariönu Grande í Manchester vorið 2017 þar sem 22 létust og 64 særðust, þar af margir alvarlega.

Feðginin Martin Hibbert, 46 ára, og Eve, nú 21 árs, slösuðust illa en þau voru aðeins nokkrum metrum frá sprengingunni. Martin lamaðist fyrir neðan mitti á meðan Eve varð fyrir heilaskaða og þarf að notast við hjólastól.

Richard segir að sprengjuárásin hafi aldrei átt sér stað og um sé að ræða einhvers konar gjörning sem skipulagður var af „djúpríkinu.“ Sagði hann að leikarar hefðu verið fengnir til að þykjast vera slasaðir eftir sprengjuárásina.

Í viðleitni sinni til að sanna mál sitt kom hann meðal annars fyrir földum myndavélum við heimili Martins og Eve. Vonaðist hann til þess að ná mynd af Eve án þess að nota hjólastólinn. Það tókst honum ekki en engu að síður heldur hann því fram að það sé engin sönnun fyrir því að hún hafi slasast á umræddum tónleikum.

Feðginin höfðuðu mál gegn Richard og stendur málarekstur nú yfir fyrir dómstólum í Bretlandi. Krefja þau hann um ótilgreinda upphæð í bætur. Í gær vísaði dómari frá ýmsum kröfum Richards í málinu og situr hann nú uppi með háan lögmannskostnað.

Richard hefur biðlað til fylgjenda sinna um hjálp við að borga lögmannskostnað. Hann virðist eiga dyggan hóp stuðningsmanna og eru myndbönd hans með samanlagt áhorf upp á fleiri milljónir. Þá var hann með 800 þúsund áskrifendur á YouTube-síðu sinni áður en henni var lokað.

Martin Hibbert ræddi málið við BBC fyrir skemmstu þar sem hann sagðist vera talsmaður tjáningarfrelsis. En með orðum sínum og gjörðum hafi Richard farið langt yfir strikið í þeim efnum.

„Hann er að græða peninga á þjáningum annarra og það er eitthvað sem ég mun ekki láta viðgangast. Hann getur sagt það sem hann vill um mig en þegar kemur að dóttur minni og öðrum sem slösuðust þá er það of langt gengið. Það er nóg að komast í gegnum hvern dag án þess að hann sé að áreita okkur.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 3 dögum

Yfirbuguðu fjallaljón með reiðhjóli

Yfirbuguðu fjallaljón með reiðhjóli
Pressan
Fyrir 3 dögum

Eiginkona hans hefur verið týnd vikum saman – „Hann veit ekki af hverju“

Eiginkona hans hefur verið týnd vikum saman – „Hann veit ekki af hverju“
Pressan
Fyrir 4 dögum

Þessi mynd átti eftir að kosta tveggja barna móður rúmar 100 milljónir króna

Þessi mynd átti eftir að kosta tveggja barna móður rúmar 100 milljónir króna
Pressan
Fyrir 4 dögum

Ástæða þess að hópur fólks gerði aðsúg að konu sem var í litríkum kjól

Ástæða þess að hópur fólks gerði aðsúg að konu sem var í litríkum kjól
Pressan
Fyrir 4 dögum

„Vandræðalega erfitt að fá Google Gemini til að viðurkenna að það sé til hvítt fólk“

„Vandræðalega erfitt að fá Google Gemini til að viðurkenna að það sé til hvítt fólk“
Pressan
Fyrir 4 dögum

Ekkja raðmorðingja fékk dóma fyrir að vera beita eiginmannsins – „Ég var hundurinn“

Ekkja raðmorðingja fékk dóma fyrir að vera beita eiginmannsins – „Ég var hundurinn“