fbpx
Föstudagur 01.mars 2024
Pressan

Tinder-stefnumót – „Þegar eftirrétturinn kom sagði hann mér svolítið sem varð til þess að við hittumst aldrei aftur“

Pressan
Fimmtudaginn 8. febrúar 2024 04:30

Mynd/Andrea Piacquadio, Pexels

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Ég hefði aldrei getað giskað á að svona fallegur og heillandi maður, hefði langanir sem þessar.“ Þetta sagði kona nokkur sem fór á stefnumót með manninum eftir að hafa komist í samband við hann á stefnumótaforritinu Tinder.

Hún skýrði Femina frá upplifun sinni og verður að segjast að það er engin furða að konan hafi ekki viljað hitta manninn aftur eftir fyrsta stefnumótið.

„Hann leit vel út, átti engin börn, var hrifinn af sushi og hundum. Passaði fullkomlega fyrir mig. Ég var seld. Hann var sjálfstætt starfandi smiður og virtist vera með höfuð og hendur rétt skrúfaðar á. Við skrifuðumst á í nokkrar vikur, um allt milli himins og jarðar. Hann sýndi áhuga, skilning, hlustaði, var heiðarlegur og sagði næstum jafn mikið frá sjálfur sér og ég sagði frá mér.“

Þau ákváðu síðan að fara á stefnumót. Ákveðið var að hann kæmi heim til hennar áður en þau færu á veitingastað.

„Þegar ég opnaði dyrnar stóð hann þarna með vín og blóm. Þvílíkur herramaður. Hann var einnig með nammi handa hundunum mínum. Spurðu bara hvort ég hafi orðið ástfangin á þessu augnabliki. Vá! Hann heilsaði öllum hundunum og þeir samþykktu hann fljótt. Þetta small allt saman.“

Þau fóru síðan á veitingastaðinn eftir að hafa setið heima hjá henni í góð stund og spjallað.

„Við deildum vínflösku á veitingastaðnum og þegar eftirrétturinn var borinn á borð sagði hann svolítið sem gerði að verkum að við munum aldrei aftur hittast. Það skiptir engu þótt hann hafi verið hið fullkomna deit fram að þessu.“

„Við sátum og töluðum um framtíðardrauma okkar og af hverju við værum ekki enn í föstu sambandi. Þá sagði hann þetta. Ég hefði aldrei getað giskað á að svona fallegur og heillandi maður, hefði langanir sem þessar.“

„Hann sagði mér að stærsti draumur hans væri að selja aðgang að kærustunni/konunni sinni og lifa af því. Ég spýtti eftirréttinum næstum út úr mér, mér brá svo. Vá, þessu hafði ég ekki átt von á. Ég lét honum ekki líða eins og hann hefði gert eitthvað rangt. Auðvitað má hann eiga sína drauma, en ég sagði honum að þetta væri eitthvað sem ég myndi aldrei taka þátt í. Ég er of „gamaldags“ og of mikil „eins manns kona“ til að gera það.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Eiginkona hans hefur verið týnd vikum saman – „Hann veit ekki af hverju“

Eiginkona hans hefur verið týnd vikum saman – „Hann veit ekki af hverju“
Pressan
Fyrir 3 dögum

Milljarðarnir streyma inn hjá Epic Games

Milljarðarnir streyma inn hjá Epic Games
Pressan
Fyrir 3 dögum

Telja sig hafa fundið lík sjónvarpsmannsins og kærasta hans

Telja sig hafa fundið lík sjónvarpsmannsins og kærasta hans
Pressan
Fyrir 3 dögum

Þessi mynd átti eftir að kosta tveggja barna móður rúmar 100 milljónir króna

Þessi mynd átti eftir að kosta tveggja barna móður rúmar 100 milljónir króna
Pressan
Fyrir 4 dögum

Ekkja raðmorðingja fékk dóma fyrir að vera beita eiginmannsins – „Ég var hundurinn“

Ekkja raðmorðingja fékk dóma fyrir að vera beita eiginmannsins – „Ég var hundurinn“
Pressan
Fyrir 4 dögum

Kim Jong-un sagður eiga son sem er falinn fyrir almenningi

Kim Jong-un sagður eiga son sem er falinn fyrir almenningi
Pressan
Fyrir 4 dögum

Lögreglumaður dæmdur fyrir 13 nauðganir – „Þú varst að hitta djöfulinn“

Lögreglumaður dæmdur fyrir 13 nauðganir – „Þú varst að hitta djöfulinn“
Pressan
Fyrir 4 dögum

Umtöluðustu réttarhöld Svíþjóðar eru hafin á nýjan leik – Barnaníð þar sem dómarar vildu ekki skilja orð ungrar stúlku um kynfæri sín

Umtöluðustu réttarhöld Svíþjóðar eru hafin á nýjan leik – Barnaníð þar sem dómarar vildu ekki skilja orð ungrar stúlku um kynfæri sín