fbpx
Sunnudagur 03.mars 2024
Pressan

Mikil reiði eftir morð á sjötugri ömmu

Pressan
Miðvikudaginn 7. febrúar 2024 15:30

Morðinginn ungi á yfir höfði sér 10 ára fangelsi.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sjötug kona var stungin til bana á bílastæði fyrir utan verslun í Redbank Plains í Queensland í Ástralíu á laugardagskvöld. Sextán ára piltur var handtekinn í kjölfarið en hann var þegar á reynslulausn þegar morðið var framið.

Málið hefur vakið umræðu um það í Ástralíu hvort taka ætti harðar á alvarlegum ofbeldisglæpum einstaklinga sem ekki eru orðnir 18 ára.

Pilturinn sem grunaður er um verknaðinn á yfir höfði sér tíu ára fangelsisdóm að hámarki þar sem hann er undir lögaldri. Talið er að hann hafi ætlað að stela bíl konunnar sem hét Vyleen White en fjögur ungmenni sem voru með í för voru handtekin, grunuð um aðild að ódæðinu.

Terry Goldsworthy, aðstoðarprófessor við Bond University og fyrrverandi rannsóknarlögreglumaður, telur að breyta ætti lögum í landinu þannig að réttað yrði yfir 16 ára ungmennum líkt og um fullorðna einstaklinga sé að ræða. „Ég held að þetta sé ekki að virka eins og staðan er núna,“ segir hann.

Goldsworthy bendir á gögn máli sínu til stuðnings sem benda til þess að mörg ungmenni halda áfram að brjóta af sér, jafnvel þó þau séu á reynslulausn. „Þessum einstaklingum er hleypt út í samfélagið þó þau séu ekki hæf til að vera úti í samfélaginu.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Óttast misnotkun gervigreindar í kosningunum – Nú bregst Facebook við

Óttast misnotkun gervigreindar í kosningunum – Nú bregst Facebook við
Pressan
Fyrir 2 dögum

Myrti systur sína með samúræjasverði viku eftir að sonur hans var dæmdur í fangelsi fyrir morð

Myrti systur sína með samúræjasverði viku eftir að sonur hans var dæmdur í fangelsi fyrir morð
Pressan
Fyrir 3 dögum

Sökuð um að hafa myrt son sinn – Segist hafa lamið hann af því að Biblían heimili það

Sökuð um að hafa myrt son sinn – Segist hafa lamið hann af því að Biblían heimili það
Pressan
Fyrir 3 dögum

Dó úr of stórum skammti af D-vítamíni

Dó úr of stórum skammti af D-vítamíni
Pressan
Fyrir 4 dögum

Sagði fólki að borða morgunkorn á kvöldin til að spara – Sjálfur með 700 milljónir á ári

Sagði fólki að borða morgunkorn á kvöldin til að spara – Sjálfur með 700 milljónir á ári
Pressan
Fyrir 4 dögum

Prestur skotmark mafíunnar

Prestur skotmark mafíunnar
Pressan
Fyrir 4 dögum

Lögreglan beðin um að halda sig fjarri gleðigöngu í Sydney vegna morðmáls

Lögreglan beðin um að halda sig fjarri gleðigöngu í Sydney vegna morðmáls
Pressan
Fyrir 4 dögum

Vafasamur vinur – Stal 8 milljónum frá deyjandi vini sínum

Vafasamur vinur – Stal 8 milljónum frá deyjandi vini sínum