fbpx
Laugardagur 02.mars 2024
Pressan

Vill heldur vera í fangelsi en heima hjá mömmu

Pressan
Þriðjudaginn 6. febrúar 2024 22:00

Myndin tengist fréttinni ekki beint.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ung ítölsk kona var nýlega handtekin á eyjunni Ischia, grunuð um að vera með eitt kíló af hassi í fórum sínum. Á meðan hún beið réttarhalda var hún úrskurðuð í stofufangelsi og skyldi það fara fram heim hjá móður hennar.

En stofufangelsið heima hjá mömmu reyndist henni svo erfitt að í síðustu viku fór hún á næstu lögreglustöð og bað um að verða sett í fangelsi, hún gæti ekki lengur verið heima hjá mömmu og staðið í stöðugum deilum við hana.

SKY TG24 segir að henni hafi þá verið komið fyrir á stofnun á meðan ákvörðunar er beðið um hvort orðið verði við ósk hennar og hún sett í fangelsi fram að réttarhöldunum.

Unga konan, sem er 23 ára og býr í Pozzuoli, sagði að þeim mæðgum komi alls ekki vel saman og að hún geti ekki haldið það út lengur að vera heima hjá henni.

Vandræði konunnar hófust þegar lögreglan í Casamicciola stöðvaði hana við hefðbundið eftirlit. Þá fundust fíkniefni í fórum hennar. Þar sem konan hafði aldrei áður komist í kast við lögin var ákveðið að stofufangelsi væri góð lausn meðan réttarhaldanna væri beðið.

Það gerði stofufangelsið flóknara að bróðir hennar, sem er tvítugur, var einnig í stofufangelsi heima hjá mömmu.

Eftir að unga kona var komin í stofufangelsið gerði lögreglan húsleit heima hjá fjölskyldunni og fann þá hálfsjálfvirka skammbyssu sem talið er að sé í eigu bróðursins. Hann var því fluttur í fangelsi og rannsókn á málum hans hraðað.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Spila drungalegu hljóðin sem gáfu viðbragðsaðilum von í leitinni að kafbátnum Titan

Spila drungalegu hljóðin sem gáfu viðbragðsaðilum von í leitinni að kafbátnum Titan
Pressan
Fyrir 2 dögum

Tapaði baráttunni við krabbamein og tilkynnti eigið andlát í angurværri færslu sem lætur engan ósnortinn

Tapaði baráttunni við krabbamein og tilkynnti eigið andlát í angurværri færslu sem lætur engan ósnortinn
Pressan
Fyrir 3 dögum

Ungir drengir grunaðir um innbrot og fjöldadráp á dýrum

Ungir drengir grunaðir um innbrot og fjöldadráp á dýrum
Pressan
Fyrir 3 dögum

Mesta magn kókaíns sem hald hefur verið lagt á í Bretlandi

Mesta magn kókaíns sem hald hefur verið lagt á í Bretlandi
Pressan
Fyrir 4 dögum

Daniela Klette handtekin í Berlín – Var eftirlýst í yfir 20 ár

Daniela Klette handtekin í Berlín – Var eftirlýst í yfir 20 ár
Pressan
Fyrir 4 dögum

Telja sig hafa fundið lík sjónvarpsmannsins og kærasta hans

Telja sig hafa fundið lík sjónvarpsmannsins og kærasta hans