fbpx
Laugardagur 02.mars 2024
Pressan

Handtekinn eftir djarfan flótta þar sem lök komu við sögu

Pressan
Þriðjudaginn 6. febrúar 2024 07:00

Marco Raduano eftir handtökuna. Mynd:Lögreglan

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Eftir rúmlega ár á flótta var ítalski mafíósinn Marco Raduano handtekinn á frönsku eyjunni Korsíku fyrir nokkrum dögum síðan. Hann var á topp tíu lista Evrópulögreglunnar Europol yfir hættulegustu afbrotamenn álfunnar.

Í febrúar á síðasta ári flúði hann úr öryggisfangelsi í Nuoro á Sardiníu með því að binda nokkur lök saman og nota þau til að komast niður eftir fangelsisveggnum. Eiginlega bíómyndaflótti. Þetta gerði hann um hábjartan dag og náðist þetta á upptöku eftirlitsmyndavéla. Flóttinn tók 16 sekúndur í heildina og svo virðist sem fangaverðir hafi ekki veitt honum eftirtekt.

Rauano var að afplána 24 ára dóm fyrir að vera félagi í skipulögðum glæpasamtökum, fíkniefnasmygl, vörslu vopna og önnur afbrot.

CBS News segir að hann hafi verið handtekinn á Korsíku þegar hann var nýsestur til borðs með ungri konu á lúxusveitingastað í bænum Bastia.

Hann virðist hafa látið lítið fyrir sér fara á flóttanum og notað fölsuð persónuskilríki sem og fölsuð skráningarvottorð fyrir stolna bílinn sem hann ók um á.

Rauano, sem er fertugur, er talinn vera einn af höfuðpaurunum í einum af yngstu og ofbeldisfyllstu ítölsku mafíuhópunum, Gargano-klaninu, sem varð til í suðausturhluta landsins.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 3 dögum

Yfirbuguðu fjallaljón með reiðhjóli

Yfirbuguðu fjallaljón með reiðhjóli
Pressan
Fyrir 3 dögum

Eiginkona hans hefur verið týnd vikum saman – „Hann veit ekki af hverju“

Eiginkona hans hefur verið týnd vikum saman – „Hann veit ekki af hverju“
Pressan
Fyrir 3 dögum

Daniela Klette handtekin í Berlín – Var eftirlýst í yfir 20 ár

Daniela Klette handtekin í Berlín – Var eftirlýst í yfir 20 ár
Pressan
Fyrir 3 dögum

Telja sig hafa fundið lík sjónvarpsmannsins og kærasta hans

Telja sig hafa fundið lík sjónvarpsmannsins og kærasta hans
Pressan
Fyrir 4 dögum

„Vandræðalega erfitt að fá Google Gemini til að viðurkenna að það sé til hvítt fólk“

„Vandræðalega erfitt að fá Google Gemini til að viðurkenna að það sé til hvítt fólk“
Pressan
Fyrir 4 dögum

Ekkja raðmorðingja fékk dóma fyrir að vera beita eiginmannsins – „Ég var hundurinn“

Ekkja raðmorðingja fékk dóma fyrir að vera beita eiginmannsins – „Ég var hundurinn“