fbpx
Laugardagur 02.mars 2024
Pressan

Facebook varar fjárfesta við hegðun Zuckerberg

Pressan
Þriðjudaginn 6. febrúar 2024 16:30

Mark Zuckerberg Mynd/Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Meta, sem á samfélagsmiðlana Facebook og Instagram, hefur sent út aðvörun til hlutafjáreigenda um hegðun Mark Zuckerberg sem stofnaði Facebook og er einn stærsti hluthafinn í Meta.

Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá félaginu sem var send til bandaríska fjármálaeftirlitsins. Dpa skýrir frá þessu og segir að í tilkynningunni komi fram að Zuckerberg stundi bardagaíþróttir og það hafi í för með sér hættu á „alvarlegum meiðslum og dauða“.

Einnig segir að ef Zuckerberg þurfi að fara í veikindaleyfi vegna meiðsla, geti það haft afleiðingar á rekstur Meta.

Zuckerberg gekkst undir aðgerð á hné á síðasta ári eftir að hafa slitið krossband þegar hann var að undirbúa sig undir bardaga.

Dpa segir að þetta sé í fyrsta sinn sem Meta gerir fjárfestum viðvart um áhugamál forstjórans.

Zuckerberg er bæði forstjóri og stjórnarformaður Meta sem var stofnað undir nafni Facebook fyrir 20 árum. Hann á undir 50% hlut í félaginu en er samt sem áður ráðandi innan þess því hlutabréfum hans fylgir meiri atkvæðisréttur en hlutabréfum annarra fjárfesta.

Í nýbirtu ársfjórðungsuppgjöri Meta fyrir fjórða ársfjórðung 2023 kemur fram að hagnaður félagsins hafi verið 14 milljarðar dollara og veltan 40,1 milljarður.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Óttast misnotkun gervigreindar í kosningunum – Nú bregst Facebook við

Óttast misnotkun gervigreindar í kosningunum – Nú bregst Facebook við
Pressan
Fyrir 2 dögum

Myrti systur sína með samúræjasverði viku eftir að sonur hans var dæmdur í fangelsi fyrir morð

Myrti systur sína með samúræjasverði viku eftir að sonur hans var dæmdur í fangelsi fyrir morð
Pressan
Fyrir 3 dögum

Sökuð um að hafa myrt son sinn – Segist hafa lamið hann af því að Biblían heimili það

Sökuð um að hafa myrt son sinn – Segist hafa lamið hann af því að Biblían heimili það
Pressan
Fyrir 3 dögum

Dó úr of stórum skammti af D-vítamíni

Dó úr of stórum skammti af D-vítamíni
Pressan
Fyrir 4 dögum

Sagði fólki að borða morgunkorn á kvöldin til að spara – Sjálfur með 700 milljónir á ári

Sagði fólki að borða morgunkorn á kvöldin til að spara – Sjálfur með 700 milljónir á ári
Pressan
Fyrir 4 dögum

Prestur skotmark mafíunnar

Prestur skotmark mafíunnar
Pressan
Fyrir 4 dögum

Lögreglan beðin um að halda sig fjarri gleðigöngu í Sydney vegna morðmáls

Lögreglan beðin um að halda sig fjarri gleðigöngu í Sydney vegna morðmáls
Pressan
Fyrir 4 dögum

Vafasamur vinur – Stal 8 milljónum frá deyjandi vini sínum

Vafasamur vinur – Stal 8 milljónum frá deyjandi vini sínum