fbpx
Laugardagur 27.júlí 2024
Pressan

SpaceX gæti sent geimfar í einkaeigu til tunglsins á næstu vikum

Pressan
Mánudaginn 5. febrúar 2024 16:30

Frá geimskoti Space X. Mynd:Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Geimfar í einkaeigu verður meðal þess sem verður skotið á loft með Falcon 9 geimfari SpaceX um miðjan mánuðinn. Nova-C geimfarið er nú þegar tilbúið fyrir geimskotið en það er áætlað um miðjan mánuðinn.

Space.com segir að tunglfarið hafi verið smíðað af fyrirtækinu Intuitive Machines í Houston í Texas. Því verður skotið á loft með Falcon 9 frá Cape Canaveral Space Force Station einhvern tímann á þriggja daga tímabili um miðjan mánuðinn en þá er opinn „gluggi“ fyrir geimskot.

Óháð því á hvað degi, af þessum þremur, geimskotið mun eiga sér stað, þá verður reynt að lenda geimfarinu á tunglinu þann 22. febrúar.

Ef ekki tekst að skjóta Falcon 9 á loft í þriggja daga glugganum verður að bíða þar til í mars þegar næsti skotgluggi opnast.

Ætlunin er að lenda Nova-C nærri gíg sem heitir Malapert A. Hann er ekki fjarri suðurpól tunglsins. Vísindamenn hafa mikinn áhuga á þessu  svæði því talið er að þar sé mikið magn af ís.

Um borð í Nova-C eru sex mælitæki frá bandarísku geimferðastofnuninni NASA sem eiga að afla vísindalegra gagna sem munu nýtast við að koma upp varanlegri búsetu fólks á og nærri tunglinu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 5 dögum

Ævintýraferðin breyttist í martröð – Hjónin fundust látin í björgunarbát sex vikum síðar

Ævintýraferðin breyttist í martröð – Hjónin fundust látin í björgunarbát sex vikum síðar
Pressan
Fyrir 6 dögum

Sakamál: Hryllingur í smábæ – Dóttirin stumraði yfir líki móður sinnar

Sakamál: Hryllingur í smábæ – Dóttirin stumraði yfir líki móður sinnar
Pressan
Fyrir 1 viku

Einn eftirlýstasti strokufangi Bandaríkjanna sigldi undir fölsku flaggi í 30 ár

Einn eftirlýstasti strokufangi Bandaríkjanna sigldi undir fölsku flaggi í 30 ár
Pressan
Fyrir 1 viku

Árásarmaðurinn ætlaði sér ekki að deyja

Árásarmaðurinn ætlaði sér ekki að deyja
Pressan
Fyrir 1 viku

Loftslagsbreytingar hafa áhrif á tímann samkvæmt nýrri rannsókn – „Þetta er vitnisburður um alvarleika loftslagsbreytinga“

Loftslagsbreytingar hafa áhrif á tímann samkvæmt nýrri rannsókn – „Þetta er vitnisburður um alvarleika loftslagsbreytinga“
Pressan
Fyrir 1 viku

Ökumaður Teslubifreiðar lenti í árekstri og missti stjórn á bílnum í kjölfarið – Sjáðu magnað myndband

Ökumaður Teslubifreiðar lenti í árekstri og missti stjórn á bílnum í kjölfarið – Sjáðu magnað myndband
Pressan
Fyrir 1 viku

600 ára gamall texti líkist vel þekktum texta frá síðari tímum

600 ára gamall texti líkist vel þekktum texta frá síðari tímum
Pressan
Fyrir 1 viku

Er leitinni að Plánetu níu að ljúka?

Er leitinni að Plánetu níu að ljúka?