fbpx
Laugardagur 02.mars 2024
Pressan

SpaceX gæti sent geimfar í einkaeigu til tunglsins á næstu vikum

Pressan
Mánudaginn 5. febrúar 2024 16:30

Frá geimskoti Space X. Mynd:Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Geimfar í einkaeigu verður meðal þess sem verður skotið á loft með Falcon 9 geimfari SpaceX um miðjan mánuðinn. Nova-C geimfarið er nú þegar tilbúið fyrir geimskotið en það er áætlað um miðjan mánuðinn.

Space.com segir að tunglfarið hafi verið smíðað af fyrirtækinu Intuitive Machines í Houston í Texas. Því verður skotið á loft með Falcon 9 frá Cape Canaveral Space Force Station einhvern tímann á þriggja daga tímabili um miðjan mánuðinn en þá er opinn „gluggi“ fyrir geimskot.

Óháð því á hvað degi, af þessum þremur, geimskotið mun eiga sér stað, þá verður reynt að lenda geimfarinu á tunglinu þann 22. febrúar.

Ef ekki tekst að skjóta Falcon 9 á loft í þriggja daga glugganum verður að bíða þar til í mars þegar næsti skotgluggi opnast.

Ætlunin er að lenda Nova-C nærri gíg sem heitir Malapert A. Hann er ekki fjarri suðurpól tunglsins. Vísindamenn hafa mikinn áhuga á þessu  svæði því talið er að þar sé mikið magn af ís.

Um borð í Nova-C eru sex mælitæki frá bandarísku geimferðastofnuninni NASA sem eiga að afla vísindalegra gagna sem munu nýtast við að koma upp varanlegri búsetu fólks á og nærri tunglinu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Óttast misnotkun gervigreindar í kosningunum – Nú bregst Facebook við

Óttast misnotkun gervigreindar í kosningunum – Nú bregst Facebook við
Pressan
Fyrir 2 dögum

Myrti systur sína með samúræjasverði viku eftir að sonur hans var dæmdur í fangelsi fyrir morð

Myrti systur sína með samúræjasverði viku eftir að sonur hans var dæmdur í fangelsi fyrir morð
Pressan
Fyrir 3 dögum

Sökuð um að hafa myrt son sinn – Segist hafa lamið hann af því að Biblían heimili það

Sökuð um að hafa myrt son sinn – Segist hafa lamið hann af því að Biblían heimili það
Pressan
Fyrir 3 dögum

Dó úr of stórum skammti af D-vítamíni

Dó úr of stórum skammti af D-vítamíni
Pressan
Fyrir 4 dögum

Sagði fólki að borða morgunkorn á kvöldin til að spara – Sjálfur með 700 milljónir á ári

Sagði fólki að borða morgunkorn á kvöldin til að spara – Sjálfur með 700 milljónir á ári
Pressan
Fyrir 4 dögum

Prestur skotmark mafíunnar

Prestur skotmark mafíunnar
Pressan
Fyrir 4 dögum

Lögreglan beðin um að halda sig fjarri gleðigöngu í Sydney vegna morðmáls

Lögreglan beðin um að halda sig fjarri gleðigöngu í Sydney vegna morðmáls
Pressan
Fyrir 4 dögum

Vafasamur vinur – Stal 8 milljónum frá deyjandi vini sínum

Vafasamur vinur – Stal 8 milljónum frá deyjandi vini sínum