fbpx
Föstudagur 26.júlí 2024
Pressan

Nú þarft þú að hætta að bora í nefið

Pressan
Mánudaginn 5. febrúar 2024 21:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það að bora í nefnið er kannski ekki jafn saklaust og það lítur út fyrir að vera og virðist geta ýtt undir líkur á því að þróa með sér sjúkdóm á borð við Alzheimers.

Þetta er meðal þess sem kemur fram í niðurstöðum vísindamanna við Western Sidney University og birtust þær í vísindaritinu Biomolecules á dögunum.

Vísindamennirnir benda á að veirur, bakteríur og sveppagró geti auðveldlega borist inn í mannslíkamann í gegnum nefið. Þessir aðskotahlutir geti stuðlað að bólgum í heila og uppsöfnun prótína sem tengjast Alzheimers-sjúkdómnum.

Ekki er vitað nákvæmlega hvað veldur Alzheimers-sjúkdómnum en vísindamenn vita þó að prótín sem falla út á milli taugafrumna trufla heilastarfsemina.

Þegar veirur eða bakteríur komast inn í líkamann reynir líkaminn óhjákvæmilega að losna við aðskotahlutinn og þá koma oftar en ekki fram bólguviðbrögð. Ef þetta gerist síendurtekið getur það valdið eða stuðlað að sjúkdómum eins og Alzheimers.

Læknisfræðilegt heiti þess að bora í nefið er „rhinotillexomania“ og fyrsta vísindarannsóknin um þetta áhugaverða efni var gerð 1995 þegar bandarískir vísindamenn spurðu 254 fullorðna einstaklinga út í nefbor þeirra. 91 prósent þeirra játuðu að þeir boruðu í nefið og 1,2 prósent þeirra sögðust gera það að minnsta kosti einu sinni á klukkustund hverri.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 4 dögum

Ævintýraferðin breyttist í martröð – Hjónin fundust látin í björgunarbát sex vikum síðar

Ævintýraferðin breyttist í martröð – Hjónin fundust látin í björgunarbát sex vikum síðar
Pressan
Fyrir 5 dögum

Sakamál: Hryllingur í smábæ – Dóttirin stumraði yfir líki móður sinnar

Sakamál: Hryllingur í smábæ – Dóttirin stumraði yfir líki móður sinnar
Pressan
Fyrir 1 viku

Einn eftirlýstasti strokufangi Bandaríkjanna sigldi undir fölsku flaggi í 30 ár

Einn eftirlýstasti strokufangi Bandaríkjanna sigldi undir fölsku flaggi í 30 ár
Pressan
Fyrir 1 viku

Árásarmaðurinn ætlaði sér ekki að deyja

Árásarmaðurinn ætlaði sér ekki að deyja
Pressan
Fyrir 1 viku

Loftslagsbreytingar hafa áhrif á tímann samkvæmt nýrri rannsókn – „Þetta er vitnisburður um alvarleika loftslagsbreytinga“

Loftslagsbreytingar hafa áhrif á tímann samkvæmt nýrri rannsókn – „Þetta er vitnisburður um alvarleika loftslagsbreytinga“
Pressan
Fyrir 1 viku

Ökumaður Teslubifreiðar lenti í árekstri og missti stjórn á bílnum í kjölfarið – Sjáðu magnað myndband

Ökumaður Teslubifreiðar lenti í árekstri og missti stjórn á bílnum í kjölfarið – Sjáðu magnað myndband
Pressan
Fyrir 1 viku

600 ára gamall texti líkist vel þekktum texta frá síðari tímum

600 ára gamall texti líkist vel þekktum texta frá síðari tímum
Pressan
Fyrir 1 viku

Er leitinni að Plánetu níu að ljúka?

Er leitinni að Plánetu níu að ljúka?