fbpx
Laugardagur 02.mars 2024
Pressan

„Deitið mitt varð svo drukkinn að hann ældi á skóna mína“ – „Það var ekki það versta“

Pressan
Mánudaginn 5. febrúar 2024 04:42

Mynd/Andrea Piacquadio, Pexels

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Ég gekk inn í svefnherbergið mitt og fann deitið mitt liggjandi með andlitið niður í rúmið mitt, með buxurnar á hælunum, þakinn ælu. Hann hafði ælt af krafti yfir sængina mína, koddann minn, meira að segja ofan í nýju bleiku skóna sem voru við hliðina á rúminu.“

Svona segist konu einni frá hrakförum sínum á fyrsta stefnumótinu með Matt sem hún kynntist á hraðstefnumóti. Hún sagði Metro frá þessari hörmungarupplifun sinni og kemur fram að ælan var ekki það versta við stefnumótið.

Hún sagði hafa komið Matt fyrir á sófanum og hafi látið hann hafa handklæði og fötu og síðan fór hún og þreif rúmið. Skórnir enduðu í ruslinu.

„Þetta var ekki það sem ég átti von á þegar ég „matsaði“ við hann vikuna á undan.“

Það var fátt um fína drætti á hraðstefnumótakvöldinu sem hún fór á. Hún segist hafa farið með vinahópi sínum og eftir aðeins klukkustund hafi hún þegar verið búin að vísa einum á bug sem vildi fá að snerta eyru hennar og öðrum sem gortaði af hversu efnaður hann væri.

„En þegar ég hitti Matt, vaknaði von. Hann var fjórum árum eldri en ég, fyndinn, vingjarnlegur og sætur. Við töluðum bara saman í fimm mínútur en það var nóg til að við smullum saman og hlógum að lélegustu pikkupplínunum sem við höfðum heyrt og töluðum um hvaða tónlist okkur líkaði við og hvert við höfðum ferðast. Það blikkuðu engin viðvörunarljós.“

Þau sammæltust síðan um það næsta dag að fara saman á stefnumót. Matt bauð henni á flottan bar við höfnina og þau snæddu saman og náðu mjög vel saman.

„Í upphafi gekk stefnumótið vel en eftir því sem leið á kvöldið áttaði ég mig á að Matt drakk ótæpilega af áfengi. Augu hans voru glansandi og hann var orðinn þvoglumæltur. Ég varð fyrir vonbrigðum. „Við ættum að fara,“ sagði ég við hann og hjálpaði honum á fætur eftir að hann hafði velt glösum á borðinu.“

Hún sagðist hafa talið best að þau tækju leigubíl saman og hún gæti farið úr heima hjá sér á leiðinni. En Matt hafi litið svo illa út í leigubílnum að hún hafði áhyggjur af að hann myndi einfaldlega líða út af. Hún bauð honum því inn með sér og sagði honum að hann gæti látið renna af sér eða fengið kaffi áður en hann héldi heim.

„Hann staulaðist inn í húsið mitt og fór upp til að komast á klósettið á meðan ég hellti upp á kaffi í eldhúsinu. Þá heyrði ég hljóð og ákvað að kanna hvað væri í gangi. Matt hafði fundið svefnherbergið mitt. Sjónin sem blasti við var eins og atriði úr „The Hangover“. Ég trúði ekki eigin augum, hann hafði ælt allt rúmið mitt út.“

Það tók hana síðan langan tíma að þrífa eftir að hún hafði komið Matt fyrir í sófanum. Hún sofnaði síðan.

Næsta morgun kom hún honum út og í dyrunum umlaði hann afsökunarbeiðni. Sagðist hún hafa verið mjög pirruð því hún hafi viljað fara á stefnumót, ekki enda sem barnapía.

Hún sendi honum síðan skilaboð síðar um morguninn og sagði að þau pössuðu greinilega ekki saman.

Mánuði síðar sendi hann henni skilaboð upp úr þurru og stakk upp á því að þau myndu hittast til að hann gæti beðist afsökunar og útskýrt af hverju hann hegðaði sér eins og hann gerði. „Allir gera mistök og ég var forvitin um hvað hann ætlaði að segja, svo ég sagði já,“ sagði hún.

Þau hittust á bar og hann sagði: „Ég verð venjulega ekki svona drukkinn en ég var hræddur um að þú vildir stunda kynlíf  og málið er . . . að ég er hreinn sveinn. Ég hélt að ef ég yrði fullur þá myndum við ekki stunda kynlíf.“

„Það var nú ekki mjög skemmtilegt að eiga samtal sem þetta og komast að því að deitið vildi verða svo fullur að hann þyrfti ekki að ríða mér,“ sagði hún.

Nokkrum mánuðum síðar sendi hann henni skilaboð sagðist vilja vera hreinskilin við hana. Hann trúði henni þá fyrir að hann væri samkynhneigður og vissi að trúaðir foreldrar hans myndu aldrei sætta sig við að hann hefði farið á hraðstefnumót til að villa um fyrir þeim.

„Ég vorkenndi honum. Ég gat ekki gert mér í hugarlund hvernig það hlýtur að vera að þurfa að gjalda fyrir hver þú ert og þurfa að lifa í lygi. En samúð mín breyttist í reiði þegar hann glaðbeittur sagði mér að hann ætti nýja kærustu og ætlaði ekki að skýra henni frá kynhneigð sinni. „Hún vill ekki stunda kynlíf fyrir hjónaband. Þannig að þegar hún vill stunda kynlíf með mér, þá verðum við gift og það verður of seint,“ sagði hann. Mér var illa brugðið. Þvílík svik.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Sökuð um að hafa myrt son sinn – Segist hafa lamið hann af því að Biblían heimili það

Sökuð um að hafa myrt son sinn – Segist hafa lamið hann af því að Biblían heimili það
Pressan
Fyrir 2 dögum

Dó úr of stórum skammti af D-vítamíni

Dó úr of stórum skammti af D-vítamíni
Pressan
Fyrir 4 dögum

Lögreglan beðin um að halda sig fjarri gleðigöngu í Sydney vegna morðmáls

Lögreglan beðin um að halda sig fjarri gleðigöngu í Sydney vegna morðmáls
Pressan
Fyrir 4 dögum

Vafasamur vinur – Stal 8 milljónum frá deyjandi vini sínum

Vafasamur vinur – Stal 8 milljónum frá deyjandi vini sínum