fbpx
Föstudagur 26.júlí 2024
Pressan

Shamima Begum tapaði máli sínu um endurheimt ríkisborgararéttarins

Pressan
Fimmtudaginn 29. febrúar 2024 06:30

Shamima Begum. Mynd/BBC

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Fyrir helgi var tilkynnt að Shamima Begum, 24 ára, fengi ekki breskan ríkisborgararétt sinn á nýjan leik en hún var svipt honum 2019 skömmu eftir að hún fannst í flóttamannabúðum í Sýrlandi. Þangað fór hún 2015, þegar hún var 15 ára, og gekk til liðs við hryðjuverkasamtökin sem kenna sig við Íslamska ríkið.

Sky News segir að Begum hafi háð baráttu fyrir breskum dómstólum á síðustu árum til að reyna að endurheimta ríkisborgararéttinn. Nú síðast skaut hún málinu til sérstaks áfrýjunardómstóls. Áfrýjunardómstólinn tilkynnti á föstudaginn að hann féllist á rökin fyrir sviptingu ríkisborgararéttarins og vísaði áfrýjun Begum frá.

Dómarinn sagði að Begum hafi hugsanlega verið undir áhrifum frá öðrum og verið blekkt en það hafi verið hennar eigin ákvörðun að fara til Sýrlands og ganga til liðs við hryðjuverkasamtökin.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 1 viku

Átti erfitt með þvaglát – Ástæðan kom læknum gríðarlega á óvart

Átti erfitt með þvaglát – Ástæðan kom læknum gríðarlega á óvart
Pressan
Fyrir 1 viku

Ung stjarna var ekki öll þar sem hún var séð

Ung stjarna var ekki öll þar sem hún var séð