fbpx
Miðvikudagur 29.maí 2024
Pressan

Myrti systur sína með samúræjasverði viku eftir að sonur hans var dæmdur í fangelsi fyrir morð

Pressan
Fimmtudaginn 29. febrúar 2024 21:56

Sandra Harriot. Mynd:West Yorkshire Police

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Maður stakk systur sína til bana með samúræjasverði aðeins viku eftir að sonur hans var dæmdur í ævilangt fangelsi fyrir að hafa stungið 15 ára pilt til bana þegar hann var á leið heim úr skóla.

Roger Harriott, 56 ára, myrti systur sína, Sandra Harriott, í „hrottalegri, grimmdarlegri og miskunnarlausri árás“ fyrir utan heimili hennar og áttræðrar móður þeirra systkina í Fartown í Huddersfield í West Yorkshire.

Aðeins rúmri viku fyrir morðið var 17 ára sonur Roger, Jovani Harriott, dæmdur í ævilangt fangelsi fyrir að hafa stungið Khayri McLean, 15 ára, til bana þegar hann var á leið heim úr skóla.

Metro segir að fyrir dómi hafi komið fram að samband Roger og Sandra hafi verið „eitrað“ og að þau hafi deilt um umönnun móður þeirra en hún var með Alzheimers.

Þremur vikum fyrir morðið var Roger handtekinn, grunaður um að hafa svikið fé út úr móður sinni. Hann sagði lögreglunni þá að Sandra myndi ekki fá peninga móður þeirra.

Samkvæmt því sem kom fram fyrir dómi þá hafði Sandra lifað í ótta við bróður sinn síðan 2020. Hann hafi veist að henni líkamlega og andlega, til dæmis hafi hann eitt sinn hrækt í andlit hennar og í annað sinn ekið glæfralega í átt að henni. Roger er sagður hafa haft á huga á hnífum lengi og hafi notað þá til að hóta ofbeldisverkum.

Sandra bar árásarhnapp á sér vegna hótana Roger og nálgunarbann var sett á hann í desember 2022. Mátti hann hvorki koma nálægt Sandra né heimili hennar. Þegar Sandra fór fram á nálgunarbannið skýrði hún frá því að Roger ætti vopn og að hún væri hrædd heima hjá sér því hann gæti birst á hverri stundu og að hún hafi áttað sig á hversu hættulegur hann væri.

Eftir fyrrgreinda handtöku vegna fjársvikanna var Roger látinn laus gegn tryggingu og þurfti að sæta ákveðnum ferðahömlum. En hvorki það né nálgunarbannið hélt aftur af honum að morgni 26. maí á síðasta ári. Þá var hann kominn að heimili Sandra fyrir klukkan 7. Hann beið eftir að hún kæmi út og þegar hún birtist hljóp hann úr bíl sínum að henni og hélt á samúræjasverði.

Á upptökum úr eftirlitsmyndavélum sést að hún reyndi að hlaupa undan honum en tókst það ekki og hjó hann hana átta sinnum með sverðinu. Hann hélt áfram að höggva hana og stinga eftir að hún féll til jarðar.

Hún engdist um á jörðinni og reyndi að verjast árásinni. Roger sneri aftur að bíl sínum en þegar hann var kominn að honum sneri hann við, gekk að Sandra og stakk hana í gegnum bringuna. Því næst ók hann á brott.

Roger játaði sök fyrir dómi og var dæmdur í ævilangt fangelsi. Hann getur sótt um reynslulausn eftir 23 ár.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 3 dögum

Blindur, í hjólastól og ófær um að tjá sig eftir að busunin fór úr böndunum

Blindur, í hjólastól og ófær um að tjá sig eftir að busunin fór úr böndunum
Pressan
Fyrir 3 dögum

Loksins hefur ráðgátan verið leyst – Nú liggur fyrir hvenær á að bursta tennurnar

Loksins hefur ráðgátan verið leyst – Nú liggur fyrir hvenær á að bursta tennurnar
Pressan
Fyrir 4 dögum

Undir sama þaki – Bærinn þar sem allir búa í sömu blokkinni

Undir sama þaki – Bærinn þar sem allir búa í sömu blokkinni
Pressan
Fyrir 4 dögum

Þessi matvæli skemma tennurnar

Þessi matvæli skemma tennurnar
Pressan
Fyrir 5 dögum

Graceland bjargað frá uppboði – Setur rokkkonungsins verður áfram í fjölskyldunni

Graceland bjargað frá uppboði – Setur rokkkonungsins verður áfram í fjölskyldunni
Pressan
Fyrir 5 dögum

Tók til sinna ráða þegar eiginmaðurinn byrjaði með bestu vinkonu hennar

Tók til sinna ráða þegar eiginmaðurinn byrjaði með bestu vinkonu hennar