fbpx
Föstudagur 12.apríl 2024
Pressan

Vafasamur vinur – Stal 8 milljónum frá deyjandi vini sínum

Pressan
Þriðjudaginn 27. febrúar 2024 07:30

Mynd úr safni.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sumarið 2018 lá maður einn fyrir dauðanum á Fjóni í Danmörku. Vinur hans nýtti tækifærið til að taka sem svarar til tæplega 8 milljóna íslenskra króna út af bankareikningi mannsins. Þetta gerði hann á meðan hann lá á banabeðinum og eftir að hann var dáinn.

Í ákæru á hendur manninum kemur fram að hann hafi tekið peninga út með greiðslukorti vinarins sem og að hafa millifært peninga af reikningi hans í netbanka.

Þetta gerðist 2018 en það var ekki fyrr en í nú í febrúar sem málið kom fyrir dóm. Fyrir dómi sagði maðurinn, sem er 48 ára, að hann hafi notað peningana til að kaupa fíkniefni fyrir deyjandi vin sinn.

En hvorki saksóknari né ættingjar hans látna gefa mikið fyrir þessa skýringu. Ættingi hins látna kom fyrir dóm og sagði að hann hefði aldrei neytt fíkniefna né verið alkóhólisti.

Í dómsniðurstöðu segir að framburður mannsins hafi verið samhengislaus og ótrúverðugur. Hann var því fundinn sekur um stórfelldan fjárdrátt og skjalafals.

Hann var dæmdur í tíu mánaða fangelsi, skilorðsbundið í eitt ár. Auk þess var hann dæmdur til að greiða ættingjum hins látna sem svarar til átta milljóna íslenskra króna.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 3 dögum

Setti upp falda myndavél til að sanna að konan væri „löt og einskis virði“ – Heimtaði skilnað og vorkunn en málið snerist í höndunum á henni

Setti upp falda myndavél til að sanna að konan væri „löt og einskis virði“ – Heimtaði skilnað og vorkunn en málið snerist í höndunum á henni
Pressan
Fyrir 3 dögum

Berfætt par í skeiðarstellingu hneykslaði flugfarþega

Berfætt par í skeiðarstellingu hneykslaði flugfarþega
Pressan
Fyrir 3 dögum

Sorgleg ástæða þess að 7 ára stúlka safnaði 1,4 milljón með því að selja límonaði – „Þetta er að hjálpa henni í gegnum þetta“

Sorgleg ástæða þess að 7 ára stúlka safnaði 1,4 milljón með því að selja límonaði – „Þetta er að hjálpa henni í gegnum þetta“
Pressan
Fyrir 4 dögum

Ófremdarástand á bókasöfnum og bókasafnsverðir eru komir með upp í kok af stjórnlausu saurlífi og ólifnaði

Ófremdarástand á bókasöfnum og bókasafnsverðir eru komir með upp í kok af stjórnlausu saurlífi og ólifnaði
Pressan
Fyrir 5 dögum

Dönsk yfirvöld búa sig undir næsta heimsfaraldur og auka viðbúnað sinn

Dönsk yfirvöld búa sig undir næsta heimsfaraldur og auka viðbúnað sinn
Pressan
Fyrir 5 dögum

Segja um tímamót að ræða – Bóluefni gegn lungnakrabbameini er í þróun

Segja um tímamót að ræða – Bóluefni gegn lungnakrabbameini er í þróun