fbpx
Föstudagur 12.apríl 2024
Pressan

Milljarðarnir streyma inn hjá Epic Games

Pressan
Þriðjudaginn 27. febrúar 2024 21:30

Fortnite er vinsæll leikur.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það getur svo sannarlega borgað sig að búa til tölvuleiki, að minnsta kosti ef þeir ná vinsældum, og selja þá. Epic Games, sem býr til tölvuleiki og selur einnig tölvuleiki frá öðrum framleiðendum í Epic Games Store, hagnaðist að minnsta kosti vel á síðasta ári.

Samkvæmt nýbirtu ársuppgjöri fyrirtækisins þá seldust tölvuleikir fyrir sem svarar til um 130 milljarða íslenskra króna í netverslun þess á síðasta ári.

Fram kemur að þriðjungur upphæðarinnar hafi verið vegna sölu á leikjum frá öðrum leikjaframleiðendum. Þar má nefna Grand Theft Auto V og EA Sports FC.

Af leikjum Epic Games má nefna Fortnite og Rocket League sem rokseljast.

Um 804 milljónir manna nota leikjasvæði fyrirtækisins og heimsækja um 75 milljónir það daglega.

Það stefnir í að tekjur fyrirtækisins aukist enn frekar því það er nú að þróa farsímaútgáfu af Epic Games Store og á hún að verða aðgengilega fyrir Evrópubúa sem nota iPhone að sögn Eurogamer. Það þýðir að Fortnite verður aftur aðgengilegur í farsímum frá Apple en svo hefur ekki verið í nokkur ár vegna lagalegra deilna.

Epic Games hefur einnig ert samning við Disney sem færir fyrirtækinu sem svarar til um 200 milljarða íslenskra króna. Samningurinn snýst um þróun nýs „leikja- og afþreyingarheims“ þar sem Disneypersónur og upplifanir verða í aðalhlutverki.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 3 dögum

Setti upp falda myndavél til að sanna að konan væri „löt og einskis virði“ – Heimtaði skilnað og vorkunn en málið snerist í höndunum á henni

Setti upp falda myndavél til að sanna að konan væri „löt og einskis virði“ – Heimtaði skilnað og vorkunn en málið snerist í höndunum á henni
Pressan
Fyrir 3 dögum

Berfætt par í skeiðarstellingu hneykslaði flugfarþega

Berfætt par í skeiðarstellingu hneykslaði flugfarþega
Pressan
Fyrir 3 dögum

Sorgleg ástæða þess að 7 ára stúlka safnaði 1,4 milljón með því að selja límonaði – „Þetta er að hjálpa henni í gegnum þetta“

Sorgleg ástæða þess að 7 ára stúlka safnaði 1,4 milljón með því að selja límonaði – „Þetta er að hjálpa henni í gegnum þetta“
Pressan
Fyrir 4 dögum

Ófremdarástand á bókasöfnum og bókasafnsverðir eru komir með upp í kok af stjórnlausu saurlífi og ólifnaði

Ófremdarástand á bókasöfnum og bókasafnsverðir eru komir með upp í kok af stjórnlausu saurlífi og ólifnaði
Pressan
Fyrir 5 dögum

Dönsk yfirvöld búa sig undir næsta heimsfaraldur og auka viðbúnað sinn

Dönsk yfirvöld búa sig undir næsta heimsfaraldur og auka viðbúnað sinn
Pressan
Fyrir 5 dögum

Segja um tímamót að ræða – Bóluefni gegn lungnakrabbameini er í þróun

Segja um tímamót að ræða – Bóluefni gegn lungnakrabbameini er í þróun