fbpx
Laugardagur 20.apríl 2024
Pressan

Vara farsímanotendur við – „Eyðið þessum öppum strax!“

Pressan
Mánudaginn 26. febrúar 2024 04:20

Ert þú með þessi öpp?

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Tölvuöryggisfyrirtækikð ThreatFabric hefur komist að því að fimm vinsæl öpp eru ekki öll þar sem þau eru séð. Þau innihalda bankatrjójuhest sem heitir „anatsa“.

Markmið tölvuþrjótanna er að nota þessi sýktu öpp til að stela bankaupplýsingum notenda og þannig komast inn á netbanka þeirra.

Öppinn fimm sem um ræðir eru:

Phone Cleaner – File Explorer

PDF Viewer – File Explorer

PDF Reader – Viewer & Editor

Phone Cleaner: File Explorer

PDF Reader: File Manager

ThreatFabric segir að á síðustu fjórum mánuðum hafi tölvuþrjótar gert fjölda árása á notendur í Slóvakíu, Slóveníu og Tékklandi. Áður höfðu þeir beint spjótum sínum að farsímanotendum í Bretlandi, Þýskalandi og Spáni.

Öppin fimm hafa verið fjarlægð úr Play Store en ekki fyrr en eftir að þrjótunum hafði tekist að komast framhjá öryggisventlum þar á bæ.

ThreatFabric segir að öppin hafi verið hönnuð þannig að þau birtust á lista yfir vinsælustu ókeypis öppin í Play Store. Var þetta gert til að sem flestir myndu sækja þau. Það var gert að minnsta kosti 150.000 sinnum og raunar telur ThreatFabric að talan sé nær 200.000.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Stöð 2 lækkar verð
Pressan
Fyrir 2 dögum

Varpa fram athyglisverðri kenningu um hamfararigninguna í Dúbaí

Varpa fram athyglisverðri kenningu um hamfararigninguna í Dúbaí
Pressan
Fyrir 2 dögum

Kvikmyndafyrirtæki með 21 Óskarsverðlaun á ferilskránni leggur upp laupana

Kvikmyndafyrirtæki með 21 Óskarsverðlaun á ferilskránni leggur upp laupana
Pressan
Fyrir 3 dögum

Hinir einu sönnu síamstvíburar: Kvæntust systrum og eignuðust yfir 20 börn

Hinir einu sönnu síamstvíburar: Kvæntust systrum og eignuðust yfir 20 börn
Pressan
Fyrir 3 dögum

6 ára stúlka bjargaði fjölskyldunni frá bruna – „Vaknaðu mamma“

6 ára stúlka bjargaði fjölskyldunni frá bruna – „Vaknaðu mamma“