fbpx
Þriðjudagur 23.apríl 2024
Pressan

Umtöluðustu réttarhöld Svíþjóðar eru hafin á nýjan leik – Barnaníð þar sem dómarar vildu ekki skilja orð ungrar stúlku um kynfæri sín

Pressan
Mánudaginn 26. febrúar 2024 07:00

Mynd: Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í síðustu viku hófust réttarhöld í Landsrétti í Gautaborg í Svíþjóð yfir miðaldra karlmanni sem er ákærður fyrir nauðgun. Landsréttur tekur málið nú fyrir í annað sinn því Hæstiréttur ógilti fyrri niðurstöðu hans og vísaði málinu til nýrrar meðferðar hjá Landsrétti.

Fyrir ári síðan var maðurinn sýknaður af Landsrétti fyrir að hafa nauðgað tíu ára stúlku. Óhætt er að segja að niðurstaðan hafi sett sænskt samfélag á hliðina. Þekktur lögmaður sagði dóminn vera „óskiljanlegan og hneykslanlegan“. Barnaverndarsamtök áttu ekki orð og þekktur greinarhöfundur sagðist ekki muna eftir neinu svona undarlegu.

Niðurstaða dómsins byggðist á orðinu sem stúlkan notaði yfir kynfæri sín þegar hún lýsti því hvað maðurinn hafði gert henni. Hún notaði orðið „snippa“. Það er erfitt að finna íslenskt orð sem nær yfir þetta en hugsanlega gæti orðið „pjása“ átt við, það er þó sett fram án ábyrgðar.

Í Svíþjóð er orðið „snippa“ aðallega notað af börnum, foreldrum og leikskólakennurum yfir kynfæri kvenna. Fyrir kynfæri karla er orðið „snopp“ notað. Þessi orð eru frekar nýlega en notkun þeirra hefur færst í vöxt á síðustu 20 árum.

Samkvæmt sænskum lögum jafngildir það nauðgun að setja fingur inn í leggöng þar sem það líkist því að samfarir hafi átt sér stað. Þegar stúlkan var yfirheyrð af lögreglunni sagði hún að maðurinn hefði sett fingur sinn „inn í snippan“ og að hann hefði „farið langt inn“.

Undirréttur dæmdi manninn í þriggja ára fangelsi en Landsréttur sneri dómnum við og sýknaði manninn. Fjórir af fimm dómurum réttarins veltu fyrir sér hvað orðið „snippa“ þýðir og hvað það þýði að „setja fingur inn í snippan“. Eina konan í dómnum vildi sakfella manninn en karlarnir fjórir  töldu að það yrði að sýkna hann þar sem sænska orðabókin segir að orðið „snippa“ sé „almennt notað yfir ytri kynfæri kvenna“. Komust dómararnir að þeirri niðurstöðu að af þessum sökum sé ekki hægt að jafna orðinu við orðin „píka“ eða „skeið“. Þeir töldu því ekki sannað að fingur mannins hefði farið svo langt inn í kynfærin að hægt væri að sakfella hann fyrir nauðgun.

Hæstiréttur tók málið fyrir og ógilti dóm Landsréttar og vísaði málinu aftur til meðferðar hjá honum. Rökin eru að þrátt fyrir að saksóknari hafi aðeins ákært manninn fyrir nauðgun, hafi það ekki komið í veg fyrir að Landsréttur gæti sakfellt manninn fyrir brot gegn öðrum lagaákvæðum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

47 ár frá upphafi tveggja tímamótageimferða

47 ár frá upphafi tveggja tímamótageimferða
Pressan
Í gær

Gríðarstórt eldfjall á Mars var fyrir „allra augum“ og gæti geymt ummerki um líf

Gríðarstórt eldfjall á Mars var fyrir „allra augum“ og gæti geymt ummerki um líf
Pressan
Fyrir 2 dögum

Berst við 4. stigs krabbamein – Yfirmaðurinn pressar á hana að koma aftur til vinnu

Berst við 4. stigs krabbamein – Yfirmaðurinn pressar á hana að koma aftur til vinnu
Pressan
Fyrir 3 dögum

Óhugnalegt atvik í New York: Kveikti í sér fyrir framan dómshúsið þar sem réttað var yfir Trump

Óhugnalegt atvik í New York: Kveikti í sér fyrir framan dómshúsið þar sem réttað var yfir Trump
Pressan
Fyrir 4 dögum

Ert með ofnæmi fyrir hundum? Þá gætirðu líka verið með lítt þekkt kynlífsofnæmi

Ert með ofnæmi fyrir hundum? Þá gætirðu líka verið með lítt þekkt kynlífsofnæmi
Pressan
Fyrir 4 dögum

Tannlæknir deilir ofureinföldu „tannbjörgunarráði“ fyrir kaffidrykkjufólk

Tannlæknir deilir ofureinföldu „tannbjörgunarráði“ fyrir kaffidrykkjufólk