fbpx
Þriðjudagur 23.apríl 2024
Pressan

Maðurinn sem var fenginn til að finna njósnarann innan raða FBI sem reyndist vera hann sjálfur

Pressan
Mánudaginn 26. febrúar 2024 20:40

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Robert Philip Hanssen, líkt og aðrir fulltrúar alríkislögreglunnar í Bandaríkjunum (FBI), sór þess eið að framfylgja lögum og vernda land sitt og þjóð.

Honum voru falin stór verkefni og mikið traust til hans borið, en í ljós kom síðar að það voru afdrifamikil mistök.

Hanssen var sonur lögreglumanns. Hann lærði efnafræði og rússnesku í háskóla og síðar nam hann tannlækningar áður en hann skipti yfir á viðskiptabraut í Northwestern háskólanum og lauk meistaranámi í stjórnum bókhalds- og upplýsingakerfa. Árið 1972 var hann ráðinn í lögregluna í Chicago og var þar skipaður í starfshóp sem rannsakaði spillingu innan lögreglu. Fjórum árum síðar var hann skipaður í alríkislögregluna þar sem hann starfaði í njósnadeild með áherslu á fyrrum Sovíetríkin. Hann vann sig hratt upp metorðastigann innan FBI og var fljótlega kominn í stjórnendastöðu.

Á þessum tíma varð FBI meðvitað um að innan þeirra raða væri úlfur í sauðargæru, njósnari sem var að leka upplýsingum til Sovíetríkjanna. Um tíma var Hanssen fengið það verk að hafa uppi á þessum njósnara. Eðlilega skilaði sú rannsókn ekki tilætluðum árangri, enda var það Hanssen sem var njósnarinn.

Fyrir vikið fékk hann ríkulega borgað frá stjórnvöldum í Moskvu, reiðufé, demanta og hvað eina.

Útfarastjórinn sem dreymdi um að meika það

Þegar loks komst upp um hann játaði hann á sig 15 brot, þar með talið fyrir njósnir og samsæri gegn eigin ríkisstjórn. Með játningu tókst honum að sleppa undan dauðarefsingunni og var þess í stað dæmdur í fimmtánfalt lífstíðarfangelsi. Hann sat í fangelsi frá árinu 2001, allt þar til hann fannst látinn í klefa sínum í júní á síðasta ári, 79 ára að aldri.

Talið er að Hanssen hafi svikið Bandaríkin seint á áttunda áratug síðustu aldar, aðeins þremur árum eftir að hann hóf störf fyrir FBI. Hann gekk langt til að fela svik sín og meðal annars afhjúpaði þrjá fulltrúa sovésku leyniþjónustunnar, KGB, sem voru að athafna sig í Bandaríkjunum. Á meðan lak hann upplýsingum til Moskvu, meðal annars um viðbragðsáætlun Bandaríkjanna ef til kjarnorkuárásar kæmi.

Sálfræðingurinn Dr. David Charney eyddi um 100 klukkustundum með Hanssen eftir að hann var handtekinn. Charney telur að svik Hanssen megi rekja til þeirrar staðreyndar að njósnarann dreymdi um að ná árangri og var haldinn ótta við að mistakast.

Faðir Hanssen gerði miklar kröfur til sonar síns og ef Hanssen missteig sig mátti hann eiga von á því að vera lítillækkaður og beittur niðurlægjandi refsingum. Hanssen ætlaði að vera tannlæknir en flosnaði upp úr námi og lagðist það þungt á hann, enda túlkaði hann það sem persónulegt klúður.

Þegar hann byrjaði í FBI lagði hann hart að sér til að gera jákvæðar breytingar í deild sinni, en stjórnendur höfðu ekki áhuga á því sem hann vildi gera. Hanssen réði ekki við vonbrigðin og varð FBI þarna orðið að óvini hans. Hann ákvað að hefna sín og beita samstarfsfélaga blekkingum svo þeir væru óafvitandi að vinna fyrir óvininn.

Leit á sig sem James Bond

Hanssen leit á sjálfan sig sem James Bond og hlakkaði í honum að sigla undir fölsku flaggi. Á sama tíma töldu aðrir í FBI enga ógn stafa frá þessum furðulega manni sem alltaf klæddist drungalegum jakkafötum og hafði stífa og óþægilega nærveru. Hann var uppnefndur útfararstjórinn og almennt litinn hornauga.

Það var að lokum ungur alríkislögreglumaður sem afhjúpaði Hansen, Eric O’Neill. FBI barst ábending um að það væri tilefni til að skoða Hanssen betur. Í kjölfarið var O’Neill fenginn til að skoða öll mál sem Hanssen hafði unnið við.

O’Neiill varði ómældum tíma í að sanna svik Hanssen og sagði að stundum hafi það verið hreinlega erfitt að ræða við mann sem leit svona stórt á sig. Ein af spurningunum sem O’Neill leitaði svara við var hvers vegna Hanssen hélt áfram að njósna fyrir Rússland þrátt fyrir að hafa enga þörf á peningunum sem hann fékk fyrir það.

„Þetta var eini hluturinn sem fékk hann til að líða eins og hann væri bestur í heimi í einhverju. Enginn var betri. Og hann vissi að þannig yrði hann ódauðlegur, sem reyndist rétt.“

Charney sagði að þegar fólk upplifir sig sem minniháttar, að þau geti ekkert gert rétt, þá grípi það til ýmissa ráða til að leita að sökudólgi fyrir þessum tilfinningum. Hanssen kenndi FBI um sín mistök. Charney sagði að Hanssen hafi í viðtölum þeirra lýst yfir eftirsjá. Hins vegar hafi hann líka reynt að réttlæta svik sín. Með því að leka upplýsingum til Moskvu hafi hann verið að rétta leika. Þannig hafi Moskva séð að áætlanir og ásetningur Bandaríkjanna var ekki eins árásargjarn og grófur og þau höfðu talið. Þannig væri Hanssen í rauninni að stuðla að frið í heiminum.

O’Neill segir að rannsókn hans hafi loksins borið árangur þegar hann náði í lófatölvu Hanssen og afritaði hana. O’Neill komst líka yfir bréf sem Hanssen hafði skrifað þar sem hann lýsti draumum sínum um að njósna um sitt eigið land, nokkuð sem honum hafi dreymt um síðan hann var táningur.

 

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Mörg þúsund loftsteinar gætu glatast að eilífu þar sem þeir sökkva niður í ísinn á Suðurskautinu

Mörg þúsund loftsteinar gætu glatast að eilífu þar sem þeir sökkva niður í ísinn á Suðurskautinu
Pressan
Fyrir 2 dögum

Telja sig hafa fundið skýringuna á dularfullum snúningi Betelgás

Telja sig hafa fundið skýringuna á dularfullum snúningi Betelgás
Pressan
Fyrir 2 dögum

Loftsteinn á stærð við bíl þau rétt framhjá jörðinni – Uppgötvaðist bara tveimur dögum áður

Loftsteinn á stærð við bíl þau rétt framhjá jörðinni – Uppgötvaðist bara tveimur dögum áður
Pressan
Fyrir 3 dögum

Berst við 4. stigs krabbamein – Yfirmaðurinn pressar á hana að koma aftur til vinnu

Berst við 4. stigs krabbamein – Yfirmaðurinn pressar á hana að koma aftur til vinnu
Pressan
Fyrir 3 dögum

Hrútur varð hjónum að bana – Nágrönnum mjög brugðið

Hrútur varð hjónum að bana – Nágrönnum mjög brugðið
Pressan
Fyrir 4 dögum

Ert með ofnæmi fyrir hundum? Þá gætirðu líka verið með lítt þekkt kynlífsofnæmi

Ert með ofnæmi fyrir hundum? Þá gætirðu líka verið með lítt þekkt kynlífsofnæmi