fbpx
Mánudagur 22.apríl 2024
Pressan

Þurfti meðferð við Tinderfíkn – „Á einum tímapunkti var ég að spjalla við 10 konur í einu“

Ragna Gestsdóttir
Sunnudaginn 25. febrúar 2024 11:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það fyrsta sem Ed Turner hugsaði um þegar hann vaknaði á morgnana var að opna stefnumótaappið Tinder og svæpa til hægri öllum konum sem birtust á símaskjánum. Turner sótti appið fyrst árið 2015 þegar hann var 18 ára, þrátt fyrir að hann hafi ekki ætlað sér að fara á stefnumót eða finna kærustu. Markmið hans snerist fyrst og fremst um að fá samsvörun (e. match) frá sem flestum konum til að fá viðurkenningu og vita að konum fyndist hann aðlaðandi. Mest talaði hann við tíu konur í einu í appinu.

Turner lenti í meðferð vegna fíknar sinnar. Vandamál hans með stefnumótaforritin byrjuðu næstum strax eftir að hann hlóð þeim niður.  Ef hann fékk ekki svar frá konunum eða að kona sendi honum ekki skilaboð fyrst fékk hann líkamlega krampa.

„Mér leið alltaf vel þegar ég fékk fullt af samsvörunum við konur sem mér fannst aðlaðandi, en svo krassaði ég þegar ég fékk engar samsvaranir.“

Turner komst síðar að því að hann þjáðist af persónuleikaröskun og þunglyndi og að fá viðbrögð frá konum jók ótta hans við að höfnun og ýtti undir þunglyndi hans.

Ed Turner

Talaði mest við tíu konur í einu

Þegar notkun hans á stefnumótaforritum var sem mest var hann með Tinder, Bumble og Hinge í símanum, talaði við tíu konur í einu og fór á stefnumót einu sinni í viku. Þrátt fyrir að hann hafi farið út að borða með konum eftir að hafa aðeins talað við þær í stuttan tíma hafði hann sjaldan gaman af því og viðurkenndi að stefnumótin væru aðeins til að tryggja að konurnar héldu áfram að tala við hann.

Turner segir að stefnumótaöppin hafi verið eins og gluggainnkaup (e. Window Shopping), hann svæpaði til hægri öllum konum sem hann sá, og fór síðan yfir konurnar sem hann samsvaraði við til að sjá hvort honum litist yfirhöfuð á þær.

Játar hann að hafa eytt allt að þremur klukkustundum á dag í að svæpa  og hann borgaði jafnvel fyrir mánaðarlega áskrift sem gerði honum kleift að svæpa ótakmarkað. Eyddi hann um 354 pundum eða 62 þúsund krónum í stefnumótaöppin á 18 mánuðum.

Hugsaði stöðugt um stefnumótaöppin þegar hann byrjaði í sambandi

Eftir sex ár á stefnumótaöppunum eyddi Turner þeim öllum þegar hann byrjaði í sínu fyrsta langtímasambandi árið 2021, sambandið varði í eitt ár, en allan tímann hugsaði hann um hversu vel honum leið þegar margar konur samsvöruðu við hann á sama tíma. Daglega hugsaði hann um að svæpa og þær hugsanir fengu honum til að finnast hann slæmur kærasti. 

Það var meðferðaraðilinn hans sem sagði Turner að það væru stefnumótaöppin sem væru að valda honum erfiðleikum og að hann þyrfti að hætta að nota þau. En í hvert skipti sem Turner reyndi að hætta entist það í mánuð áður en hann gafst upp og hlóð þeim aftur niður.

Því meira sem hann notaði stefnumótaöppin, því meira missti hann hæfileikann til að umgangast annað fólk og lagðist Turner í þunglyndi mánuðum saman og fannst honum hann hjálparvana því hann vissi ekki hvernig hann ætti að tala við konurnar sem hann samsvaraði við.  Fannst honum viðurkenning annarra vera það eina sem hélt honum gangandi.

Margir vina hans notuðu einnig stefnumótaöpp og litu þeir ekki á notkun Turner sem vandamál. Aðeins eru 18 mánuðir síðan hann sagði vinum sínum frá vanda sínum. Eftir árs meðferð á Turner enn í erfiðleikum með að hætta að nota stefnumótaöppin. Hann er þó hættur að svæpa öllum konum til hægri. Eftir að hafa leitað sér hjálpar hjá meðferðaraðila og opnað sig um vanda sinn hefur Turner einnig komist að því að hann er ekki sá eini sem glímir við fíkn þegar kemur að stefnumótaöppum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 3 dögum

Hrútur varð hjónum að bana – Nágrönnum mjög brugðið

Hrútur varð hjónum að bana – Nágrönnum mjög brugðið
Pressan
Fyrir 3 dögum

Ert með ofnæmi fyrir hundum? Þá gætirðu líka verið með lítt þekkt kynlífsofnæmi

Ert með ofnæmi fyrir hundum? Þá gætirðu líka verið með lítt þekkt kynlífsofnæmi
Pressan
Fyrir 4 dögum

Rúllaði Braga í bankann og vildi taka út pening – Óhugnanlegt atvik endaði með handtöku

Rúllaði Braga í bankann og vildi taka út pening – Óhugnanlegt atvik endaði með handtöku
Pressan
Fyrir 4 dögum

Leikfimiskennari sakaður um að taka nektarmyndir af yfir 100 stúlkum

Leikfimiskennari sakaður um að taka nektarmyndir af yfir 100 stúlkum