fbpx
Laugardagur 27.júlí 2024
Pressan

Rannsókn á „Vittrupmanninum“ varpar ljósi á skelfilegan dauðdaga hans

Pressan
Sunnudaginn 25. febrúar 2024 16:30

Svona lítur höfuðkúpan út. Mynd:Stephen Freiheit; Fischer et al., 2024, PLOS One, CC-BY 4.0

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ný rannsókn á hinum svokallaða „Vittrupmanni“ hefur leitt í ljóst að hann var myrtur á hrottalegan hátt. „Vittrupmaðurinn“ fannst árið 1915 í mýri nærri þorpinu Vittrup í Danmörku. Við hlið hans voru keramikpottur og trékylfa.

Mununum og beinagrindinni var komið til danska þjóðminjasafnsins og hafa verið í vörslu þess síðan. Beinagrindin og munirnir eru frá því 3800 til 3500 fyrir krist að því að talið var fram að þessu. En beinin voru lítt rannsökuð þar til nýlega þegar tvær rannsóknir voru gerðar á henni að sögn Live Science.

Þær leiddu í ljós að „Vittrupmaðurinn“ var uppi einhvern tímann á tímabilinu 3300 til 3100 fyrir krist og að erfðamengi hans var öðruvísi en samtímafólks hans á þessu svæði.

Ökklabein, sköflungur, brotin höfuðkúpa og kjálki með 16 tönnum eru það sem eftir er af „Vittrupmanninum“. Beinin benda til að hann hafi verið á milli þrítugs og fertugs þegar hann lést.

Þegar hann fæddist voru það aðallega bændur sem byggðu Norður-Evrópu. En rannsókn á prótínum í tönnum og frumubreytingum í beinum og tönnum benda til að maðurinn hafi komið úr samfélagi sjómanna og veiðimanna við norðurströnd Skandinavíu, nærri heimskautsbaug. Maðurinn hafði nærst á fiski á borð við þorsk og kólguflekki, hvalkjöti, höfrungakjöti og kindakjöti.

Ekki er vitað af hverju hann var á þessum slóðum þegar hann dó en vísindamenn telja hugsanlegt að hann hafi ætlað að gera vöruskipti við heimamenn, fá landbúnaðarvörur og fleira hjá þeim í staðinn fyrir varning sem hann tók með að heiman.  Önnur kenning er að hann hafi verið handsamaður og hugsanlega hnepptur í þrældóm.

En hvað sem er rétt í því þá liggur fyrir að hann mætti örlögum sínum að lokum. Áverkar á höfuðkúpunni sýna að hann var barinn að minnsta kosti átta sinnum í höfuðið og hafi höfuðkúpan brotnað við það og hafi þetta orðið honum að bana.

Telja vísindamenn hugsanlegt að hann hafi „verið fórnarlamb hefndar eða morðs“ en „líklegra sé að honum hafi verið fórnað“.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 5 dögum

Ævintýraferðin breyttist í martröð – Hjónin fundust látin í björgunarbát sex vikum síðar

Ævintýraferðin breyttist í martröð – Hjónin fundust látin í björgunarbát sex vikum síðar
Pressan
Fyrir 6 dögum

Sakamál: Hryllingur í smábæ – Dóttirin stumraði yfir líki móður sinnar

Sakamál: Hryllingur í smábæ – Dóttirin stumraði yfir líki móður sinnar
Pressan
Fyrir 1 viku

Einn eftirlýstasti strokufangi Bandaríkjanna sigldi undir fölsku flaggi í 30 ár

Einn eftirlýstasti strokufangi Bandaríkjanna sigldi undir fölsku flaggi í 30 ár
Pressan
Fyrir 1 viku

Árásarmaðurinn ætlaði sér ekki að deyja

Árásarmaðurinn ætlaði sér ekki að deyja
Pressan
Fyrir 1 viku

Loftslagsbreytingar hafa áhrif á tímann samkvæmt nýrri rannsókn – „Þetta er vitnisburður um alvarleika loftslagsbreytinga“

Loftslagsbreytingar hafa áhrif á tímann samkvæmt nýrri rannsókn – „Þetta er vitnisburður um alvarleika loftslagsbreytinga“
Pressan
Fyrir 1 viku

Ökumaður Teslubifreiðar lenti í árekstri og missti stjórn á bílnum í kjölfarið – Sjáðu magnað myndband

Ökumaður Teslubifreiðar lenti í árekstri og missti stjórn á bílnum í kjölfarið – Sjáðu magnað myndband
Pressan
Fyrir 1 viku

600 ára gamall texti líkist vel þekktum texta frá síðari tímum

600 ára gamall texti líkist vel þekktum texta frá síðari tímum
Pressan
Fyrir 1 viku

Er leitinni að Plánetu níu að ljúka?

Er leitinni að Plánetu níu að ljúka?