fbpx
Laugardagur 27.júlí 2024
Pressan

Malaríulyfið sem Trump sagði lækningu við COVID-19 eykur líkurnar á dauða

Pressan
Sunnudaginn 25. febrúar 2024 15:30

Eins og svo oft fór Trump með rangt mál. Mynd/Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þegar heimsfaraldur kórónuveirunnar stóð sem hæst sagði Donald Trump, þáverandi forseti Bandaríkjanna, að hægt væri að lækna COVID-19 með því að taka malaríulyf sem inniheldur hydroxychloroquine.

En samkvæmt niðurstöðum nýlegrar rannsóknar þá gerði lyfið bara illt verra því þeir sem tóku það voru 11% líklegri til að deyja af völdum COVID-19 en þeir sem tóku það ekki. The Guardian skýrir frá þessu.

Í rannsókninni, sem hefur verið birt í vísindaritinu Biomedicine & Pharmacotherapy, kemur fram að vísindamennirnir áætla að um 17.000 manns í sex löndum, þar á meðal Bandaríkjunum, hafi tekið lyfið eftir að hafa veikst af COVID-19 og hafi fólkið látist.

Læknar sem ávísuðu lyfinu við COVID-19 gerðu það án þess að nokkrar sannanir lægju fyrir um að lyfið virkaði gegn COVID-19. Benda vísindamennirnir á að þetta sé eitthvað sem þurfi að hafa í huga þegar heimsfaraldrar koma upp í framtíðinni.

Vísindamennirnir notuðu almenna gagnabanka til að komast að hversu margir COVID-19 sjúklingar voru lagðir inn á sjúkrahús í upphafi faraldursins. Þeir fóru síðan kerfisbundið yfir 44 rannsóknir til að reikna út hvort notkun malaríulyfsins hafi haft einhver áhrif. Niðurstaðan var að það jók dánartíðnina um 11% ef það var notað. Þessi útreikningur byggist á 16.990 andlátum á sjúkrahúsum í Bandaríkjunum, Belgíu, Frakklandi, Ítalíu, Spáni og Tyrklandi.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 5 dögum

Ævintýraferðin breyttist í martröð – Hjónin fundust látin í björgunarbát sex vikum síðar

Ævintýraferðin breyttist í martröð – Hjónin fundust látin í björgunarbát sex vikum síðar
Pressan
Fyrir 6 dögum

Sakamál: Hryllingur í smábæ – Dóttirin stumraði yfir líki móður sinnar

Sakamál: Hryllingur í smábæ – Dóttirin stumraði yfir líki móður sinnar
Pressan
Fyrir 1 viku

Einn eftirlýstasti strokufangi Bandaríkjanna sigldi undir fölsku flaggi í 30 ár

Einn eftirlýstasti strokufangi Bandaríkjanna sigldi undir fölsku flaggi í 30 ár
Pressan
Fyrir 1 viku

Árásarmaðurinn ætlaði sér ekki að deyja

Árásarmaðurinn ætlaði sér ekki að deyja
Pressan
Fyrir 1 viku

Loftslagsbreytingar hafa áhrif á tímann samkvæmt nýrri rannsókn – „Þetta er vitnisburður um alvarleika loftslagsbreytinga“

Loftslagsbreytingar hafa áhrif á tímann samkvæmt nýrri rannsókn – „Þetta er vitnisburður um alvarleika loftslagsbreytinga“
Pressan
Fyrir 1 viku

Ökumaður Teslubifreiðar lenti í árekstri og missti stjórn á bílnum í kjölfarið – Sjáðu magnað myndband

Ökumaður Teslubifreiðar lenti í árekstri og missti stjórn á bílnum í kjölfarið – Sjáðu magnað myndband
Pressan
Fyrir 1 viku

600 ára gamall texti líkist vel þekktum texta frá síðari tímum

600 ára gamall texti líkist vel þekktum texta frá síðari tímum
Pressan
Fyrir 1 viku

Er leitinni að Plánetu níu að ljúka?

Er leitinni að Plánetu níu að ljúka?