fbpx
Laugardagur 27.júlí 2024
Pressan

Leyndardómur 280 milljóna ára gamals steingervings kom sérfræðingum í opna skjöldu

Pressan
Sunnudaginn 25. febrúar 2024 17:00

Tridentinosaurus antiquus. Mynd:DR VALENTINA ROSSI

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Áratugum saman hefur 280 milljón ára gamall steingervingur valdið heilabrotum hjá vísindamönnum.

Steingervingurinn, sem er 20 cm langur, fannst í Ítölsku Ölpunum 1931 og var strax talið að um mjög mikilvægan fund væri að ræða sem gæti hjálpað til við að varpa ljósi á hvernig skriðdýr þróuðust.

Independent segir að útlínur líkamans hafi verið svartar á steininum og hafi þótt hafa varðveist ótrúlega vel, óvenjulega vel fyrir dýr.

Dýrið, sem var nefnt Tridentinosaurus, var sett í flokk Protorosauria skriðdýra og það sem var talið steingerð húð þess, þrátt fyrir að engin rannsókn hafi verið gerð á henni, vakti athygli og var fjallað hana í fréttum og bókum.

En mörgum steingervingafræðingum fannst dýrið undarlegt og veltu fyrir sér hvernig það hafði varðveist svo vel.

Nýlega tóku írskir og ítalskir vísindamenn sig til og rannsökuðu steingervinginn með því að nota UV ljósmyndun. Þetta varpaði ljósi á efni, sem var eins og lag yfir steingervingnum. Þeir segja að það hafi verið vel þekkt aðferð áður fyrr að bera ákveðin efni á steingervinga til varðveita þá betur.

Vísindamennirnir vonuðust því til að undir þessu lagi væru mjúkvefir dýrsins og að þeir væru í góðu ástandi. En smásjárgreining  sýndi að áferð og samsetning efnisins passaði ekki við raunverulega mjúkvefs steingervinga.

Frekari rannsóknir sýndu þá fram á að útlínur dýrsins höfðu verið búnar til með svartri málningu sem var sett á steininn.

Rannsóknin hefur verið birt í vísindaritinu Palaeontology. Í henni hvetja vísindamennirnir til varkárni hvað varðar notkun „steingervingsins“ í rannsóknum.

Evelyn Kustatscher, steingervingafræðingur hjá náttúruvísindasafninu í Suður-Týról á Ítalíu, sagði í samtali við the Independent að áratugum saman hafi sérfræðingar undrast hversu vel steingervingurinn hafði varðveist: „Nú, liggur þetta ljóst fyrir. Það sem var sagt vera húð er bara málning.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 5 dögum

Ævintýraferðin breyttist í martröð – Hjónin fundust látin í björgunarbát sex vikum síðar

Ævintýraferðin breyttist í martröð – Hjónin fundust látin í björgunarbát sex vikum síðar
Pressan
Fyrir 6 dögum

Sakamál: Hryllingur í smábæ – Dóttirin stumraði yfir líki móður sinnar

Sakamál: Hryllingur í smábæ – Dóttirin stumraði yfir líki móður sinnar
Pressan
Fyrir 1 viku

Einn eftirlýstasti strokufangi Bandaríkjanna sigldi undir fölsku flaggi í 30 ár

Einn eftirlýstasti strokufangi Bandaríkjanna sigldi undir fölsku flaggi í 30 ár
Pressan
Fyrir 1 viku

Árásarmaðurinn ætlaði sér ekki að deyja

Árásarmaðurinn ætlaði sér ekki að deyja
Pressan
Fyrir 1 viku

Loftslagsbreytingar hafa áhrif á tímann samkvæmt nýrri rannsókn – „Þetta er vitnisburður um alvarleika loftslagsbreytinga“

Loftslagsbreytingar hafa áhrif á tímann samkvæmt nýrri rannsókn – „Þetta er vitnisburður um alvarleika loftslagsbreytinga“
Pressan
Fyrir 1 viku

Ökumaður Teslubifreiðar lenti í árekstri og missti stjórn á bílnum í kjölfarið – Sjáðu magnað myndband

Ökumaður Teslubifreiðar lenti í árekstri og missti stjórn á bílnum í kjölfarið – Sjáðu magnað myndband
Pressan
Fyrir 1 viku

600 ára gamall texti líkist vel þekktum texta frá síðari tímum

600 ára gamall texti líkist vel þekktum texta frá síðari tímum
Pressan
Fyrir 1 viku

Er leitinni að Plánetu níu að ljúka?

Er leitinni að Plánetu níu að ljúka?