fbpx
Föstudagur 26.júlí 2024
Pressan

Af hverju er svona vond lykt af kúk?

Pressan
Sunnudaginn 25. febrúar 2024 13:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Kúkur, saur, manni eða hvaða nafni sem hægðir úr fólki eru nefndar, þá er ekki hægt að neita því að þetta lyktar nú ekki vel. Það er ekkert óeðlilegt við að kúkur lykti illa en hvað veldur því að hann lyktar illa?

Þessari spurningu var nýlega velt upp á vef Live Science sem hefur eftir Shelby Yaceczko, næringarfræðingi við UCLA Health, að almennt séð lykti kúkur illa vegna þess að hann sé aukaafurð meltingarinnar.

Emma Laing, prófessor og forseti næringarfræðideildar Georgíuháskóla, sagði að eitt efnið í kúk, sem valdi vondri lykt, sé 3-metýlindól. Hún sagði að bakteríur búi þetta efnasamband til þegar þær brjóta niður amínósýruna L-tryptófan í meltingarveginum. Í þessu samhengi kann það því að virðast ansi undarlegt að þetta sama efnasamband, í litlu magni, býr til góða lykt hjá sumum blómategundum.

Í hverju okkar eru rúmlega 10.000 örverutegundir og fjöldi bakteríufruma. Þessar örverur eru nauðsynlegar til að við getum melt fæðu en það er einnig þeirra sök, að stórum hluta, að kúkur lyktar illa. Laing sagði að hinar mismunandi bakteríutegundir losi mismunandi gastegundir, allt eftir því hvaða matartegundir og efni þær eru að brjóta niður. Hún sagði að bakteríur í meltingarveginum og munninum leggi sitt af mörkum í þessu ferli.

Þar sem bakteríurnar brjóta niður það sem við borðum þá geta þættir eins og matarvenjur, áfengisneysla, fæðubótarefni og lyf haft áhrif á hvernig kúkurinn lyktar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 4 dögum

Ævintýraferðin breyttist í martröð – Hjónin fundust látin í björgunarbát sex vikum síðar

Ævintýraferðin breyttist í martröð – Hjónin fundust látin í björgunarbát sex vikum síðar
Pressan
Fyrir 5 dögum

Sakamál: Hryllingur í smábæ – Dóttirin stumraði yfir líki móður sinnar

Sakamál: Hryllingur í smábæ – Dóttirin stumraði yfir líki móður sinnar
Pressan
Fyrir 1 viku

Einn eftirlýstasti strokufangi Bandaríkjanna sigldi undir fölsku flaggi í 30 ár

Einn eftirlýstasti strokufangi Bandaríkjanna sigldi undir fölsku flaggi í 30 ár
Pressan
Fyrir 1 viku

Árásarmaðurinn ætlaði sér ekki að deyja

Árásarmaðurinn ætlaði sér ekki að deyja
Pressan
Fyrir 1 viku

Loftslagsbreytingar hafa áhrif á tímann samkvæmt nýrri rannsókn – „Þetta er vitnisburður um alvarleika loftslagsbreytinga“

Loftslagsbreytingar hafa áhrif á tímann samkvæmt nýrri rannsókn – „Þetta er vitnisburður um alvarleika loftslagsbreytinga“
Pressan
Fyrir 1 viku

Ökumaður Teslubifreiðar lenti í árekstri og missti stjórn á bílnum í kjölfarið – Sjáðu magnað myndband

Ökumaður Teslubifreiðar lenti í árekstri og missti stjórn á bílnum í kjölfarið – Sjáðu magnað myndband
Pressan
Fyrir 1 viku

600 ára gamall texti líkist vel þekktum texta frá síðari tímum

600 ára gamall texti líkist vel þekktum texta frá síðari tímum
Pressan
Fyrir 1 viku

Er leitinni að Plánetu níu að ljúka?

Er leitinni að Plánetu níu að ljúka?