fbpx
Þriðjudagur 16.apríl 2024
Pressan

Tengja veggjalýs við rússnesk samtök í Evrópu

Pressan
Laugardaginn 24. febrúar 2024 17:00

Veggjalýs eru óvelkomnar á flestum stöðum.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það er er hægt að rekja þetta allt til höfuðborgar Rússlands, Moskvu. Þangað liggja þræðir samtakanna „Portal Kombat“ sem eru talin dreifa rússneskum áróðri og fölskum upplýsingum á að minnsta kosti 193 heimasíðum og hópum á samfélagsmiðlum.

Þetta kemur fram í nýrri skýrslu sem var unnin af Viginum-stofnuninni, sem heyrir undir franska utanríkisráðuneytið. Hjá Vigium starfa hernaðar- netöryggissérfræðingar að sögn The Guardian og The Economist.

Stofnunin fylgdist með samtökunum frá því í september á síðasta ári þar til í desember. Á þeim tíma dældu samtökin út sögum þar sem úkraínsk yfirvöld voru gagnrýnd og innrás Rússa í Úkraínu var varin.

Viginum fann meðal annars franska rás á samfélagsmiðlinum Telegram. Þessi rás er hluti af samtökunum og á meðan á rannsókninni stóð voru allt að níu greinar birtar á rásinni á hverri klukkustund.

Sumar af heimasíðunum hafa verið til árum saman og hafa dreift áróðri og fölsku upplýsingum í Frakklandi, Þýskalandi og Póllandi. Fleiri síður bættust við eftir að Rússar réðust inn í Úkraínu.

Það eru svo sem engin ný tíðindi að frönsk yfirvöld rekist á falsfréttir og áróður frá Rússum. Í því sambandi má nefna að síðasta sumar fór saga á kreik, sem hræddi marga túrista, um að veggjalýs hefðu nánast tekið neðanjarðarlestir og AirBnb í París yfir. Var sagt að svo mikið væri af veggjalús að þær væru farnar að vera á ferðinni í dagsbirtu. Einnig bárust svipaðar fréttir frá Lundúnum í framhaldinu.

Heimildarmenn innan franska hersins segjast sannfærðir um að útsendarar rússneskra yfirvalda hafi verið viðriðnir þetta og ýtt undir ótta fólks með því að dreifa falsfréttum og greinum um að veggjalýsnar hefðu náð sér svona vel á strik af því að Frakkar væru hættir að nota rússnesk veggjalúsaeitur vegna refsiaðgerða Vesturlanda gegn Rússlandi.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Vísindamanni er brugðið vegna niðurstöðu nýrrar rannsóknar

Vísindamanni er brugðið vegna niðurstöðu nýrrar rannsóknar
Pressan
Fyrir 2 dögum

4.300 ára grafhýsi gegndi ákveðnu hlutverki

4.300 ára grafhýsi gegndi ákveðnu hlutverki
Pressan
Fyrir 4 dögum

Fimm í lífshættu eftir sprengingu í Danmörku – Talið að þurrsjampó hafi komið við sögu

Fimm í lífshættu eftir sprengingu í Danmörku – Talið að þurrsjampó hafi komið við sögu
Pressan
Fyrir 4 dögum

Prestur brann til bana þegar kviknaði í kufli hans í messu

Prestur brann til bana þegar kviknaði í kufli hans í messu