fbpx
Fimmtudagur 18.september 2025
Pressan

Mannapar kenna hver öðrum á svipaðan hátt og menn

Pressan
Laugardaginn 24. febrúar 2024 15:30

Órangútanar kenna hver öðrum.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Vísindamenn hafa komist að því að mannapar eru líkir okkur mönnunum að því leyti að þeir kenna hver öðrum eitt og annað.

Í nýrri rannsókn komust vísindamenn að því að mannapar, sem eru bónóbóar, órangútanar, simpansar og górillur, notast við „fjöruga stríðni“. Þetta er eins og hjá fólki, þegar það grínast eða stríðir, ögrandi, viðvarandi,  og inniheldur einnig óvænta hluti og leik.

CNN segir að vísindamennirnir telji að þar sem allar fjórar tegundir mannapa notist við „fjöruga stríðni“ þá sé líklegt að forsendur húmors hafi þróast hjá forfeðrum manna fyrir 13 milljónum ára.

Vísindamennirnir höfðu verið með hugmyndir um að af því að börn geti strítt hvert öðru áður en þau læra að tala, allt frá átta mánaða aldri, þá væri hægt að sjá svipaða hegðun hjá mannöpum.

Fyrstu tilraunir barna til stríðni felast í endurteknum ögrunum sem fela oft eitthvað óvænt í sér, til dæmis eins og að bjóða eitthvað en hætta síðan við eða að trufla fólk við það sem það er að gera.

Þau láta líka eins og þau ætli að gera eitthvað sem þau vita að þau mega ekki, sagði Isabelel Laumer, aðalhöfundur rannsóknarinnar, í samtali við CNN.

Vísindamennirnir greindi myndbandsupptökur af samskiptum apa í dýragörðum í Þýskalandi og Bandaríkjunum og var sérstök áhersla lögð á að fylgjast með hvað þeir gerðu, líkamshreyfingu þeirra, svipbrigðum og viðbrögðum hins aðilans.

Niðurstaðan var að allar fjórar mannapategundirnar sýndu af sér hegðun þar sem þær ögra vísvitandi og oft var þetta í formi leiks.

Niðurstaðan hefur verið birt í vísindaritinu Proceedings of the Royal Society B: Bilogical Sciences.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Rannsóknarlögreglukona dæmd fyrir að eltihrella og ofsækja – Laug barnaníði upp á fyrrverandi

Rannsóknarlögreglukona dæmd fyrir að eltihrella og ofsækja – Laug barnaníði upp á fyrrverandi
Pressan
Fyrir 3 dögum

Rannsaka lát 19 ára stúlku á Tenerife

Rannsaka lát 19 ára stúlku á Tenerife
Pressan
Fyrir 4 dögum

Telja að myndbandsræða Trump hafi verið búin til af gervigreind

Telja að myndbandsræða Trump hafi verið búin til af gervigreind
Pressan
Fyrir 4 dögum

Fékk ekki hlutverkið sem hann sóttist eftir – Leikstjórinn vildi ekki „Luke Skywalker“

Fékk ekki hlutverkið sem hann sóttist eftir – Leikstjórinn vildi ekki „Luke Skywalker“
Pressan
Fyrir 6 dögum

Morðið á Charlie Kirk: Telja sig hafa borið kennsl á sakborning

Morðið á Charlie Kirk: Telja sig hafa borið kennsl á sakborning
Pressan
Fyrir 6 dögum

Myrti börnin sín – Líkin fundust fjórum árum síðar í ferðatöskum keyptum á netuppboði

Myrti börnin sín – Líkin fundust fjórum árum síðar í ferðatöskum keyptum á netuppboði