fbpx
Þriðjudagur 16.apríl 2024
Pressan

Samönthu enn saknað, þremur vikum eftir að hún fór út að skokka

Pressan
Föstudaginn 23. febrúar 2024 15:30

Samantha Murphy.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ástralska lögreglan leitar enn að 51 árs konu, Samönthu Murphy, sem hvarf eftir að hún fór út að skokka að morgni sunnudagsins 4. febrúar síðastliðinn.

Samantha, þriggja barna móðir, fór frá heimili sínu í Ballarat í Viktoríufylki í Ástralíu klukkan sjö að morgni og hugðist fara út að skokka.

Ekkert hefur spurst til hennar síðan þá og hefur lögregla ekki útilokað að henni hafi verið rænt. Lögregla hefur einnig skoðað hvort hún hafi mögulega fallið ofan í gömul námugöng sem vitað er um í nágrenninu en leit hefur engan árangur borið.

Sjá einnig: Rannsaka voveiflegt hvarf þriggja barna móður – Hvað varð um Samönthu?

Í frétt News.com.au kemur fram að lögregla sé orðin afar svartsýn á að Samantha finnist á lífi. Telur Mark Hatt, yfirlögregluþjónn á svæðinu, að lögregla sé að leita að líki úr því sem komið er.

Enginn hefur verið handtekinn í tengslum við málið en lögregla hefur rætt við nánustu aðstandendur Samönthu í þeirri von að varpa ljósi á hvarfið. Eiginmaður hennar hefur meðal annars verið skoðaður sérstaklega en hann er ekki grunaður um aðild að hvarfinu.

„Við höfum rætt við marga og fjölskylda hennar hefur verið mjög samvinnufús,“ segir Mark.

Hann segir að lögregla vinni út frá þeirri kenningu að henni hafi verið rænt. „Við rannsökum málið með opnum hug en það er líklegast að einhver hafi komið að hvarfi hennar. Miðað við þá umfangsmiklu leit sem hefur farið fram – þar sem ekkert hefur fundist – þá er hægt að útiloka að hún hafi orðið fyrir einhverjum bráðum veikindum.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Vísindamanni er brugðið vegna niðurstöðu nýrrar rannsóknar

Vísindamanni er brugðið vegna niðurstöðu nýrrar rannsóknar
Pressan
Fyrir 2 dögum

4.300 ára grafhýsi gegndi ákveðnu hlutverki

4.300 ára grafhýsi gegndi ákveðnu hlutverki
Pressan
Fyrir 4 dögum

Fimm í lífshættu eftir sprengingu í Danmörku – Talið að þurrsjampó hafi komið við sögu

Fimm í lífshættu eftir sprengingu í Danmörku – Talið að þurrsjampó hafi komið við sögu
Pressan
Fyrir 4 dögum

Prestur brann til bana þegar kviknaði í kufli hans í messu

Prestur brann til bana þegar kviknaði í kufli hans í messu