fbpx
Þriðjudagur 16.apríl 2024
Pressan

Notuðu dróna til að finna lík á svölum íbúða – Óttast að yfir tuttugu hafi dáið

Pressan
Föstudaginn 23. febrúar 2024 08:38

Eldhafið sem mætti slökkviliðsmönnum var gríðarlegt. Mynd/Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Óttast er að yfir tuttugu hafi látist þegar eldur kom upp í fjölbýlishúsi í spænsku borginni Valencia í gær. Yfirvöld hafa staðfest að fjórir hafi látist og þá er nítján einstaklinga enn saknað.

Eldurinn var fljótur að breiðast út og varð byggingin alelda áður en slökkviliðið tókst að ná tökum á eldinum. Lögregla og slökkvilið hafa meðal annars notast við dróna við að finna lík og í umfjöllun Mail Online kemur fram að nokkur lík hafi sést á svölum íbúða hússins.

Alls eru 138 íbúðir í húsinu en tilkynning um eldinn barst klukkan 17:30 að staðartíma í gær.

Slökkviliðsmenn segja nær engar líkur á því að einhver finnist lifandi í húsinu og er óttast að tala látinna fari því yfir tuttugu.

Tólf einstaklingar af þeim fjórtán sem fluttir voru á sjúkrahús eftir eldsvoðann voru þar í nótt.

Nokkrir íbúar náðu að komast í skjól með aðstoð slökkviliðsmanna, þar á meðal par sem sat fast á svölum íbúðar á sjöundu hæð í tvær klukkustundir. Þá tókst að minnsta kosti einum íbúa að stökkva ofan á uppblásna dýnu sem slökkviliðsmenn höfðu komið fyrir.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Vísindamanni er brugðið vegna niðurstöðu nýrrar rannsóknar

Vísindamanni er brugðið vegna niðurstöðu nýrrar rannsóknar
Pressan
Fyrir 2 dögum

4.300 ára grafhýsi gegndi ákveðnu hlutverki

4.300 ára grafhýsi gegndi ákveðnu hlutverki
Pressan
Fyrir 4 dögum

Fimm í lífshættu eftir sprengingu í Danmörku – Talið að þurrsjampó hafi komið við sögu

Fimm í lífshættu eftir sprengingu í Danmörku – Talið að þurrsjampó hafi komið við sögu
Pressan
Fyrir 4 dögum

Prestur brann til bana þegar kviknaði í kufli hans í messu

Prestur brann til bana þegar kviknaði í kufli hans í messu