fbpx
Laugardagur 27.júlí 2024
Pressan

Notuðu dróna til að finna lík á svölum íbúða – Óttast að yfir tuttugu hafi dáið

Pressan
Föstudaginn 23. febrúar 2024 08:38

Eldhafið sem mætti slökkviliðsmönnum var gríðarlegt. Mynd/Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Óttast er að yfir tuttugu hafi látist þegar eldur kom upp í fjölbýlishúsi í spænsku borginni Valencia í gær. Yfirvöld hafa staðfest að fjórir hafi látist og þá er nítján einstaklinga enn saknað.

Eldurinn var fljótur að breiðast út og varð byggingin alelda áður en slökkviliðið tókst að ná tökum á eldinum. Lögregla og slökkvilið hafa meðal annars notast við dróna við að finna lík og í umfjöllun Mail Online kemur fram að nokkur lík hafi sést á svölum íbúða hússins.

Alls eru 138 íbúðir í húsinu en tilkynning um eldinn barst klukkan 17:30 að staðartíma í gær.

Slökkviliðsmenn segja nær engar líkur á því að einhver finnist lifandi í húsinu og er óttast að tala látinna fari því yfir tuttugu.

Tólf einstaklingar af þeim fjórtán sem fluttir voru á sjúkrahús eftir eldsvoðann voru þar í nótt.

Nokkrir íbúar náðu að komast í skjól með aðstoð slökkviliðsmanna, þar á meðal par sem sat fast á svölum íbúðar á sjöundu hæð í tvær klukkustundir. Þá tókst að minnsta kosti einum íbúa að stökkva ofan á uppblásna dýnu sem slökkviliðsmenn höfðu komið fyrir.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 5 dögum

Ævintýraferðin breyttist í martröð – Hjónin fundust látin í björgunarbát sex vikum síðar

Ævintýraferðin breyttist í martröð – Hjónin fundust látin í björgunarbát sex vikum síðar
Pressan
Fyrir 6 dögum

Sakamál: Hryllingur í smábæ – Dóttirin stumraði yfir líki móður sinnar

Sakamál: Hryllingur í smábæ – Dóttirin stumraði yfir líki móður sinnar
Pressan
Fyrir 1 viku

Einn eftirlýstasti strokufangi Bandaríkjanna sigldi undir fölsku flaggi í 30 ár

Einn eftirlýstasti strokufangi Bandaríkjanna sigldi undir fölsku flaggi í 30 ár
Pressan
Fyrir 1 viku

Árásarmaðurinn ætlaði sér ekki að deyja

Árásarmaðurinn ætlaði sér ekki að deyja
Pressan
Fyrir 1 viku

Loftslagsbreytingar hafa áhrif á tímann samkvæmt nýrri rannsókn – „Þetta er vitnisburður um alvarleika loftslagsbreytinga“

Loftslagsbreytingar hafa áhrif á tímann samkvæmt nýrri rannsókn – „Þetta er vitnisburður um alvarleika loftslagsbreytinga“
Pressan
Fyrir 1 viku

Ökumaður Teslubifreiðar lenti í árekstri og missti stjórn á bílnum í kjölfarið – Sjáðu magnað myndband

Ökumaður Teslubifreiðar lenti í árekstri og missti stjórn á bílnum í kjölfarið – Sjáðu magnað myndband
Pressan
Fyrir 1 viku

600 ára gamall texti líkist vel þekktum texta frá síðari tímum

600 ára gamall texti líkist vel þekktum texta frá síðari tímum
Pressan
Fyrir 1 viku

Er leitinni að Plánetu níu að ljúka?

Er leitinni að Plánetu níu að ljúka?