fbpx
Laugardagur 20.apríl 2024
Pressan

Bresk kona dæmd í fangelsi fyrir að aðstoða við umskurð stúlku

Pressan
Föstudaginn 23. febrúar 2024 07:00

Það er ekki sársaukalaust þegar börn eru umskorin. Mynd úr safni

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Fertug bresk kona, Amina Noor, var í síðustu viku dæmd í sjö ára fangelsi fyrir að hafa aðstoðað við umskurð stúlku utan Bretlands. Í dómsorði sagði dómarinn verknaðinn vera „viðbjóðslegan“ og „hryllilegan“.

Sky News segir að Noor hafi farið með stúlkuna, sem var þá þriggja ára, til Kenía 2006. Þar var snípur stúlkunnar fjarlægður. Fórnarlambið er nú 21 árs. Þegar hún var 16 ára trúði honum enskukennara sínum fyrir þessu og gerði hann lögreglunni viðvart.

Noor, sem fæddist í Sómalíu, sagði fyrir dómi að hún hefði óttast að verða „afneitað og bannfærð“ af fólki úr samfélagi Sómala á Englandi ef hún tæki ekki þátt í þessu en þetta er nánast helgiathöfn í samfélagi Sómala sem og hjá öðrum samfélagshópum og þykir þetta vera hluti af því að verða kona.

Hún sagði að það sem hafi verið gert sé „sunnah“ sem þýðir „spámannleg hefð“ og sagði umskurðinn vera sögulegan, menningarlegan og trúarlegan sið.

Noor var sjálf umskorin á barnsaldri.

Hibo Wardere, sem var sjálf umskorin á barnsaldri, berst gegn umskurði stúlkubarna og kvenna og sagði í samtali við Sky News að þegar barn sé umskorið, sé það ekkert annað en misþyrming. Hún sagði það sorglegt að konum finnist það skylda þeirra gagnvart menningarsamfélagi sínu að taka þátt í umskurði. Noor hafi haft algjörlega rangt fyrir sér. „Umskurður á kynfærum kvenna er ævilangur harmleikur“ sagði hún.

„Það tekur rúmlega 10 mínútur að pissa. Sýkingar eru algengar. Kynlíf er hræðilegt. Þetta hefur áhrif á barneignir. Einnar klukkustundar aðgerð getur haft ævilangar afleiðingar,“ sagði hún einnig.

Noor er fyrsta manneskjan til að vera sakfelld í Bretlandi fyrir að fara með stúlku til annars lands til að láta umskera hana. Áður hafði aðeins ein sakfelling verið kveðin upp fyrir brot gegn sérstökum lögum sem taka á umskurði stúlkna og kvenna. Hún var kveðin upp 2019 þegar kona frá Úganda, búsett í Lundúnum, var dæmd í 11 ára fangelsi fyrir að hafa umskorið þriggja ára stúlku.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Stöð 2 lækkar verð
Pressan
Fyrir 2 dögum

Varpa fram athyglisverðri kenningu um hamfararigninguna í Dúbaí

Varpa fram athyglisverðri kenningu um hamfararigninguna í Dúbaí
Pressan
Fyrir 2 dögum

Kvikmyndafyrirtæki með 21 Óskarsverðlaun á ferilskránni leggur upp laupana

Kvikmyndafyrirtæki með 21 Óskarsverðlaun á ferilskránni leggur upp laupana
Pressan
Fyrir 3 dögum

Hinir einu sönnu síamstvíburar: Kvæntust systrum og eignuðust yfir 20 börn

Hinir einu sönnu síamstvíburar: Kvæntust systrum og eignuðust yfir 20 börn
Pressan
Fyrir 3 dögum

6 ára stúlka bjargaði fjölskyldunni frá bruna – „Vaknaðu mamma“

6 ára stúlka bjargaði fjölskyldunni frá bruna – „Vaknaðu mamma“