fbpx
Laugardagur 20.apríl 2024
Pressan

Óhugnanlegt mál fyrir dómi í Þýskalandi – Geymdi lík konu sinnar í poka í sjö ár

Pressan
Fimmtudaginn 22. febrúar 2024 21:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Dómstóll í Selfkant í vesturhluta Þýskalands er nú með til meðferðar mál manns sem er ákærður fyrir að myrða eiginkonu sína. Grunur leikur á að hann hafi ráðið henni bana og falið svo lík hennar í poka sem hann geymdi á heimili sínu.

Maðurinn sem um ræðir heitir Manfred Galuszka-Grenieczny og er 42 ára. Hann er ákærður fyrir morð á eiginkonu sinni, Dorata, sem var 29 ára þegar hún sást síðast á lífi árið 2016.

Dorata hvarf sporlaust árið 2016 og þrátt fyrir eftirgrennslan lögreglu fannst ekkert sem útskýrt gæti hvarf hennar. Manfred sagði við lögreglu að hún hefði einfaldlega yfirgefið hann og sjö ára son þeirra eftir að hafa kynnst öðrum manni.

Það var svo í ágúst í fyrra að illa farið lík Dorata fannst á heimili Manfreds sem hann hafði nýlega fest kaup á. Var líkið ofan í einhvers konar poka og leikur grunur á að þar hafi það verið allt síðan hún var myrt árið 2016.

Saksóknarar segja að Manfred hafi brjálast þegar hann komst að því að Dorata væri komin með nýjan elskhuga sem búsettur er í Hollandi. Hún hafi sent honum djarfar ljósmyndir og Mandred komist að því.

„Konan spjallaði við þennan nýjan kærasta sinn um klukkan 22 kvöldið áður en hún hvarf. Hún sendi honum myndir af sér á undirfötunum,“ segir Michael Fritsch-Hoermann sem fór fyrir rannsókn málsins hjá lögreglu. „Svo hættu þessar skilaboðasendingar skyndilega,“ segir Michael og bætir við að þessi nýi kærasti hafi reynt, árangurslaust, að ná í Dorata í gegnum síma.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Stöð 2 lækkar verð
Pressan
Fyrir 2 dögum

Varpa fram athyglisverðri kenningu um hamfararigninguna í Dúbaí

Varpa fram athyglisverðri kenningu um hamfararigninguna í Dúbaí
Pressan
Fyrir 2 dögum

Kvikmyndafyrirtæki með 21 Óskarsverðlaun á ferilskránni leggur upp laupana

Kvikmyndafyrirtæki með 21 Óskarsverðlaun á ferilskránni leggur upp laupana
Pressan
Fyrir 3 dögum

Hinir einu sönnu síamstvíburar: Kvæntust systrum og eignuðust yfir 20 börn

Hinir einu sönnu síamstvíburar: Kvæntust systrum og eignuðust yfir 20 börn
Pressan
Fyrir 3 dögum

6 ára stúlka bjargaði fjölskyldunni frá bruna – „Vaknaðu mamma“

6 ára stúlka bjargaði fjölskyldunni frá bruna – „Vaknaðu mamma“