fbpx
Laugardagur 27.júlí 2024
Pressan

Óhugnanlegt mál fyrir dómi í Þýskalandi – Geymdi lík konu sinnar í poka í sjö ár

Pressan
Fimmtudaginn 22. febrúar 2024 21:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Dómstóll í Selfkant í vesturhluta Þýskalands er nú með til meðferðar mál manns sem er ákærður fyrir að myrða eiginkonu sína. Grunur leikur á að hann hafi ráðið henni bana og falið svo lík hennar í poka sem hann geymdi á heimili sínu.

Maðurinn sem um ræðir heitir Manfred Galuszka-Grenieczny og er 42 ára. Hann er ákærður fyrir morð á eiginkonu sinni, Dorata, sem var 29 ára þegar hún sást síðast á lífi árið 2016.

Dorata hvarf sporlaust árið 2016 og þrátt fyrir eftirgrennslan lögreglu fannst ekkert sem útskýrt gæti hvarf hennar. Manfred sagði við lögreglu að hún hefði einfaldlega yfirgefið hann og sjö ára son þeirra eftir að hafa kynnst öðrum manni.

Það var svo í ágúst í fyrra að illa farið lík Dorata fannst á heimili Manfreds sem hann hafði nýlega fest kaup á. Var líkið ofan í einhvers konar poka og leikur grunur á að þar hafi það verið allt síðan hún var myrt árið 2016.

Saksóknarar segja að Manfred hafi brjálast þegar hann komst að því að Dorata væri komin með nýjan elskhuga sem búsettur er í Hollandi. Hún hafi sent honum djarfar ljósmyndir og Mandred komist að því.

„Konan spjallaði við þennan nýjan kærasta sinn um klukkan 22 kvöldið áður en hún hvarf. Hún sendi honum myndir af sér á undirfötunum,“ segir Michael Fritsch-Hoermann sem fór fyrir rannsókn málsins hjá lögreglu. „Svo hættu þessar skilaboðasendingar skyndilega,“ segir Michael og bætir við að þessi nýi kærasti hafi reynt, árangurslaust, að ná í Dorata í gegnum síma.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 5 dögum

Ævintýraferðin breyttist í martröð – Hjónin fundust látin í björgunarbát sex vikum síðar

Ævintýraferðin breyttist í martröð – Hjónin fundust látin í björgunarbát sex vikum síðar
Pressan
Fyrir 6 dögum

Sakamál: Hryllingur í smábæ – Dóttirin stumraði yfir líki móður sinnar

Sakamál: Hryllingur í smábæ – Dóttirin stumraði yfir líki móður sinnar
Pressan
Fyrir 1 viku

Einn eftirlýstasti strokufangi Bandaríkjanna sigldi undir fölsku flaggi í 30 ár

Einn eftirlýstasti strokufangi Bandaríkjanna sigldi undir fölsku flaggi í 30 ár
Pressan
Fyrir 1 viku

Árásarmaðurinn ætlaði sér ekki að deyja

Árásarmaðurinn ætlaði sér ekki að deyja
Pressan
Fyrir 1 viku

Loftslagsbreytingar hafa áhrif á tímann samkvæmt nýrri rannsókn – „Þetta er vitnisburður um alvarleika loftslagsbreytinga“

Loftslagsbreytingar hafa áhrif á tímann samkvæmt nýrri rannsókn – „Þetta er vitnisburður um alvarleika loftslagsbreytinga“
Pressan
Fyrir 1 viku

Ökumaður Teslubifreiðar lenti í árekstri og missti stjórn á bílnum í kjölfarið – Sjáðu magnað myndband

Ökumaður Teslubifreiðar lenti í árekstri og missti stjórn á bílnum í kjölfarið – Sjáðu magnað myndband
Pressan
Fyrir 1 viku

600 ára gamall texti líkist vel þekktum texta frá síðari tímum

600 ára gamall texti líkist vel þekktum texta frá síðari tímum
Pressan
Fyrir 1 viku

Er leitinni að Plánetu níu að ljúka?

Er leitinni að Plánetu níu að ljúka?