fbpx
Þriðjudagur 16.apríl 2024
Pressan

Hann sagði að eiginkonan hefði farið að heiman með öðrum manni – Núna er ný staða komin upp í málinu

Pressan
Fimmtudaginn 22. febrúar 2024 04:35

Makayla Meave-Byers

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Dag einn í september 2023 stóð Frank Byers við gluggann á heimili sínu í Macomb í Oklahoma í Bandaríkjunum og sá eiginkonu sína, Makayla Meave-Byers, setjast upp í gamla hvíta pallbifreið. Undir stýri sat sköllóttur, hvítur karlmaður. Þau óku síðan á brott.

Þetta var það sem Frank sagði lögreglunni þegar hann tilkynnti um hvarf Makayla, sem var þrítug sex barna móðir, þann 16. september 2023.

Næstu fimm daga leitaði lögreglan að henni og það gerðu ættingjar hennar einnig. Gengið var um næsta nágrenni við heimili hjónanna, drónar voru notaðir sem og kajakar en hjónin bjuggu afskekkt á 10 hektara jörð.

Á fimmta degi fannst líka Makayla í holræsi um 600 metra frá heimilinu. Hún var í rauðum stuttermabol en buxna- og nærbuxnalaus. Hún hafði verið skotin tvisvar í höfuðið. Líkinu hafði verið vafið inn í teppi áður en það var sett í ræsið.

Frank var handtekinn í október, grunaður um að hafa myrt Makayla, að hafa fjarlægt lík hennar á ólögmætan hátt og fyrir vanvirðandi meðferð á líki. Hann neitar sök. Réttað verður yfir honum í apríl.

Móðir Makayla, Barbara Harper, sagði í samtali við People að Frank hafi farið illa með Makayla, eins og hún væri einskis virði og hafi losað sig við hana eins og hún væri einskis virði.

Frank, sem á fjórar dætur, setti sig í samband við Makayla fyrir nokkrum árum í gegnum Facebook. Þau höfðu verið saman í menntaskóla. Makayla hafði ættleitt tvö börn en hún gat ekki eignast börn sjálf. Þau tóku fljótlega upp samband og Makayla gekk dætrum Franks í móðurstað en hann var með forræði yfir þeim. Þau gengu í hjónaband í júní 2022.

Um ári síðar komst Makayla að því að Frank var að halda framhjá henni. Þau slitu sambandinu tímabundið að sögn fjölskyldu hennar sem segir að Makayla hafi snúið aftur til hans til að halda áfram að annast dætur hans. „Hún var móðir, fyrst og fremst. Það var mikilvægasta verkefni hennar í lífinu,“ sagði Andria systir hennar.

Á meðan þau bjuggu ekki saman, bjó Makayla í skúr á landareigninni. Lögreglan telur að Frank hafi skotið hana til bana í þessum skúr þann 15. september.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Vísindamanni er brugðið vegna niðurstöðu nýrrar rannsóknar

Vísindamanni er brugðið vegna niðurstöðu nýrrar rannsóknar
Pressan
Fyrir 2 dögum

4.300 ára grafhýsi gegndi ákveðnu hlutverki

4.300 ára grafhýsi gegndi ákveðnu hlutverki
Pressan
Fyrir 4 dögum

Fimm í lífshættu eftir sprengingu í Danmörku – Talið að þurrsjampó hafi komið við sögu

Fimm í lífshættu eftir sprengingu í Danmörku – Talið að þurrsjampó hafi komið við sögu
Pressan
Fyrir 4 dögum

Prestur brann til bana þegar kviknaði í kufli hans í messu

Prestur brann til bana þegar kviknaði í kufli hans í messu