fbpx
Þriðjudagur 16.apríl 2024
Pressan

Fann smugu í lögum – Bjó ókeypis á hóteli í New York í fimm ár

Pressan
Fimmtudaginn 22. febrúar 2024 07:00

New York borg

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það er rándýrt að búa á hóteli á Manhattan í New York borg og skiptir þá engu hvort þú hafi fasta búsetu á hótelinu eða gistir þar um skemmri tíma. En þannig var það ekki fyrir hinn 48 ára Mickey Barreto sem bjó, þar til nýlega, ókeypis á New Yorker Hotel á Manhatta og hafði gert í fimm ár. Þetta gat hann út af smugu í fasteignalöggjöf borgarinnar.

En í stað þess að þaga yfir þessu og lifa hinu ljúfa New York lífi varð græðgin honum að falli að sögn AP fréttastofunnar.

Barreto skilaði nefnilega inn skjölum til borgarinnar þar sem hann hélt því fram að hann eigi alla hótelbygginguna. Þess utan reyndi hann að krefja annan íbúa þar um leigu. Þetta vakti athygli borgaryfirvalda.

Fyrstu afskipti borgaryfirvalda af Barreto voru daginn eftir að hann skráði sig inn á hótelið fyrir fimm árum. Hann var þá nýfluttur til New York frá Los Angeles. Kærasta hans hafði sagt honum frá smugu í fasteignalöggjöf borgarinnar  en þessi smuga gerir fólki kleift að krefjast sex mánaða leigusamnings fyrir herbergi í húsum sem voru byggð fyrir 1969.

Parið greiddi 200 dollara fyrir eina nótt á hótelinu og báðu strax um sex mánaða leigusamning. Ekki var orðið við því og þeim var hent út daginn eftir. Þau fóru strax með málið fyrir dóm en dómurinn féll hótelinu í hag.  En Barreto var ekki hættur og áfrýjaði og endaði málið hjá hæstarétti ríkisins þar sem hann hafði sigur. Meðal annars vegna þess að lögmenn hótelsins mættu ekki fyrir dóm.

Hann fékk því lykla að herbergi á hótelinu og bjó þar næstu árin án þess að greiða nokkuð fyrir. Ástæðan er að aldrei var gerður leigusamningur með ákvæði um leigugreiðslu og eigendurnir gátu ekki hent honum út.

En mikill vill oft meira og það varð Barreto að falli. Eftir að hafa búið frítt í fimm ár vildi hann komast yfir hótelið með svikum. Hann hefur nú verið ákærður fyrir fjársvik og skjalafals með því að útbúa falska fasteignaskráningu. Hann er einnig ákærður fyrir að hafa útbúið falsað afsal 2019 þar sem stendur að skrá skuli bygginguna sem hans eign. Miðað við það var hann orðinn eigandi þessa 43 hæða hótels sem er metið á um 190 milljónir dollara.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Vísindamanni er brugðið vegna niðurstöðu nýrrar rannsóknar

Vísindamanni er brugðið vegna niðurstöðu nýrrar rannsóknar
Pressan
Fyrir 2 dögum

4.300 ára grafhýsi gegndi ákveðnu hlutverki

4.300 ára grafhýsi gegndi ákveðnu hlutverki
Pressan
Fyrir 4 dögum

Fimm í lífshættu eftir sprengingu í Danmörku – Talið að þurrsjampó hafi komið við sögu

Fimm í lífshættu eftir sprengingu í Danmörku – Talið að þurrsjampó hafi komið við sögu
Pressan
Fyrir 4 dögum

Prestur brann til bana þegar kviknaði í kufli hans í messu

Prestur brann til bana þegar kviknaði í kufli hans í messu