fbpx
Þriðjudagur 23.apríl 2024
Pressan

Óhugnanlegur fundur í neðanjarðarlestarkerfinu í New York – Hvar er restin?

Pressan
Miðvikudaginn 21. febrúar 2024 04:30

New York

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Um helgina fannst mannsfótur á lestarteinunum á leið 4 í Bronx í neðanjarðarlestarkerfinu í New York.  Lögreglan reynir nú að finna skýringu á þessu og finna út úr af hverjum fóturinn er.

Líklegt má telja að hann sé af látinni manneskju en það gerir rannsóknina ekki auðveldari. The New York Post skýrir frá þessu auk fleiri miðla.

Samkvæmt fréttum þeirra þá var buxnaskálm utan um fótinn en ekki hefur enn tekist að skera úr um hvort hann er af karli eða konu.

Þetta mál bætist í röð fjölda óhugnanlegra mála sem hafa komið upp í neðanjarðarlestarkerfinu að undanförnu.

Á mánudagskvöldið fannst 57 ára karlmaður látinn í lestarvagni. Lögreglan telur að ofneysla fíkniefna hafi orðið honum að bana.

Á laugardaginn kom til heiftarlegs rifrildis á Queens Plaza lestarstöðinni og var karlmaður sleginn með járnröri.

Í síðustu viku var brasilískur ferðamaður skorinn á háls á þessari sömu stöð.

Ekki er langt síðan skotið var á fjölda fólks á lestarstöð í Bronx og lést einn.

The Guardian segir að glæpatíðnin í New York hafi aukist mjög það sem af er ári miðað við sama tíma á síðasta ári, eða um 22%.

Lögreglan hefur því aukið eftirlit sitt og Eric Adams, borgarstjóri, hefur fyrirskipað 1.000 lögreglumönnum, bæði einkennisklæddum og óeinkennisklæddum, að sinna eftirliti i neðanjarðarlestarkerfinu vegna atburðanna að undanförnu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Mörg þúsund loftsteinar gætu glatast að eilífu þar sem þeir sökkva niður í ísinn á Suðurskautinu

Mörg þúsund loftsteinar gætu glatast að eilífu þar sem þeir sökkva niður í ísinn á Suðurskautinu
Pressan
Fyrir 2 dögum

Telja sig hafa fundið skýringuna á dularfullum snúningi Betelgás

Telja sig hafa fundið skýringuna á dularfullum snúningi Betelgás
Pressan
Fyrir 2 dögum

Loftsteinn á stærð við bíl þau rétt framhjá jörðinni – Uppgötvaðist bara tveimur dögum áður

Loftsteinn á stærð við bíl þau rétt framhjá jörðinni – Uppgötvaðist bara tveimur dögum áður
Pressan
Fyrir 3 dögum

Berst við 4. stigs krabbamein – Yfirmaðurinn pressar á hana að koma aftur til vinnu

Berst við 4. stigs krabbamein – Yfirmaðurinn pressar á hana að koma aftur til vinnu
Pressan
Fyrir 3 dögum

Hrútur varð hjónum að bana – Nágrönnum mjög brugðið

Hrútur varð hjónum að bana – Nágrönnum mjög brugðið
Pressan
Fyrir 4 dögum

Ert með ofnæmi fyrir hundum? Þá gætirðu líka verið með lítt þekkt kynlífsofnæmi

Ert með ofnæmi fyrir hundum? Þá gætirðu líka verið með lítt þekkt kynlífsofnæmi