fbpx
Laugardagur 20.apríl 2024
Pressan

Sendi látnum föður sínum skilaboð daglega í fjögur ár – Einn dag pípti síminn með svar og sannleikurinn kom í ljós

Ragna Gestsdóttir
Þriðjudaginn 20. febrúar 2024 22:00

Mynd: Unsplash.com

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

28 ára gömul kona sem missti föður sinn árið 2015 sendi skilaboð í símanúmer föður síns á hverjum degi næstu fjögur árin þar sem hún sagði frá hvað á daga hennar drifi.

Í október, kvöldið fyrir fjögurra ára dánarafmæli hans, sendi hún skilaboð eins og venjulega. „Hæ pabbi, þetta er ég. Á morgun verður aftur erfiður dagur!“ Sendi hún löng skilaboð þar sem hún sagðist sakna föðurs síns. Fékk hún áfall þegar síminn pípti með svar tilbaka.  

Chastity Patterson, sem er búsett í Arkansas í Bandaríkjunum deildi færslu með sögu sinni og skilaboðunum á Facebook og yfir 300 þúsund létu sér líka við færsluna.

„Hæ elskan, ég er ekki faðir þinn, en ég hef fengið öll skilaboðin þín undanfarin fjögur ár. Ég bíð spenntur eftir morgunskilaboðum þínum og kvölduppfærslum þínum. Ég heiti Brad og ég missti dóttur mína í bílslysi í ágúst 2014 og skilaboðin þín héldu mér á lífi. Þegar þú sendir mér skilaboð veit ég að þetta eru skilaboð frá Guði,“ stóð í svarinu.

„Mér þykir leitt að þú hafir misst einhvern svona nákominn þér, en ég hef hlustað á þig í gegnum árin og horft á þig vaxa og ganga í gegnum meira en nokkur annar. Mig hefur langað til að senda þér skilaboð í mörg ár, en ég vildi ekki særa hjarta þitt. Þú ert óvenjuleg kona og ég vildi að dóttir mín hefði orðið sú kona sem þú ert, takk fyrir daglegar uppfærslur þínar, þú minnir mig á að það er til guð og það var ekki honum að kenna að litla stelpan mín er farin,“ hélt Brad áfram.

„Hann gaf mér þig, litli engillinn minn og ég vissi að þessi dagur væri að koma. Allt verður í lagi, þú þarft bara að ýta á þig á hverjum degi og vera ljósið sem Guð gaf þér. Mér þykir leitt að þú þurfir að ganga í gegnum þetta, en ef það bætir þetta eitthvað þá er ég mjög stoltur af þér.“

Færsla hennar snerti við mörgum  og deildi hún annarri færslu í kjölfarið þar sem hún útskýrði að faðir hennar Jason Ligons væri ekki líffræðilegur faðir hennar heldur maðurinn sem hefði komið inn í líf hennar þegar hún var ungbarn og alið hana upp.

„Hann missti aldrei af skóladansleik, prom-ballinu, leikjum mínum og JÁ hann myndi halda langa ræðu yfir talsmáta mínum og viðhorfi. Ég þyrfti að kynna kærastana mína fyrir honum (ef ég fengi að fara á stefnumót) og hann myndi haga sér eins og venjulegur pabbi og halda langa ræðu yfir okkur. Ég hef grátið með honum, sagt honum allt og varð sjálfstæðari vegna þess að hann gaf sér tíma til að elska mig og sýna mér hvernig hamingja er. JÁ, Jason var faðir minn en hann var fyrirmynd margra krakka í bænum okkar. Ég deildi skilaboðum mínum til hans til að sýna vinum mínum og fjölskyldu að Guð er til og það gæti tekið fjögur ár, en hann kemur þegar þú þarft á honum að halda.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Stöð 2 lækkar verð
Pressan
Fyrir 2 dögum

Varpa fram athyglisverðri kenningu um hamfararigninguna í Dúbaí

Varpa fram athyglisverðri kenningu um hamfararigninguna í Dúbaí
Pressan
Fyrir 2 dögum

Kvikmyndafyrirtæki með 21 Óskarsverðlaun á ferilskránni leggur upp laupana

Kvikmyndafyrirtæki með 21 Óskarsverðlaun á ferilskránni leggur upp laupana
Pressan
Fyrir 3 dögum

Hinir einu sönnu síamstvíburar: Kvæntust systrum og eignuðust yfir 20 börn

Hinir einu sönnu síamstvíburar: Kvæntust systrum og eignuðust yfir 20 börn
Pressan
Fyrir 3 dögum

6 ára stúlka bjargaði fjölskyldunni frá bruna – „Vaknaðu mamma“

6 ára stúlka bjargaði fjölskyldunni frá bruna – „Vaknaðu mamma“