fbpx
Föstudagur 26.júlí 2024
Pressan

Taldi sig hafa unnið 47 milljarða í lottóinu en fær ekki krónu – Hver ber ábyrgð á mistökunum?

Pressan
Mánudaginn 19. febrúar 2024 18:30

Cheeks fær ekki krónu, að minnsta kosti eins og staðan er núna.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Bandaríkjamaðurinn John Cheeks trúði vart sínum eigin augum þegar hann fór á netið þann 8. janúar síðastliðinn og sá að lottótölurnar hans höfðu komið upp í útdrætti Powerball-lottósins kvöldið áður.

Cheeks bar tölurnar á miðanum saman við tölurnar á heimasíðu lottósins og jú, þetta voru sannarlega sömu tölurnar: 07, 15, 23, 32, 40 og ofurtalan sem var 02.

Potturinn var býsna stór, 340 milljónir dollara, eða 47 milljarðar króna, og er óhætt að segja að Cheeks hafi lagst sáttur á koddann þetta kvöld. Hann fékk þó ákveðið áfall þegar hann reyndi að leysa vinninginn út þann 10. janúar því þá var honum sagt að enginn vinningur væri á miðanum.

Þegar málið var skoðað nánar kom í ljós að verktaki sem sér um að setja vinningstölurnar á netið setti rangar tölur inn þar sem þær voru í heila þrjá daga. Í sjálfum drættinum komu aðrar tölur upp úr pottinum en einhver fljótfærnismistök virðast hafa orðið til þess að rangar tölur – vinningstölur Cheeks – fóru inn.

Richard Evans, lögmaður Cheeks, hefur stefnt lottóinu og vill hann að umbjóðandi hans fái bætur vegna málsins. Cheeks á miðann ennþá og geymir hann á öruggum stað í öryggishólfi ef allt fer á besta veg.

Óvíst er þó hvort hann fái eitthvað fyrir sinn snúð en bandarískt réttarkerfi á það til að vera óútreiknanlegt og því kannski aldrei að vita.

Vinningurinn gekk því ekki út þennan örlagaríka dag í janúarbyrjun og hélt áfram að vaxa. Það var svo þann 6. febrúar síðastliðinn að heppinn miðaeigandi hirti allan pottinn sem var kominn í 754 milljónir dollara, rúma 100 milljarða króna.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 1 viku

Átti erfitt með þvaglát – Ástæðan kom læknum gríðarlega á óvart

Átti erfitt með þvaglát – Ástæðan kom læknum gríðarlega á óvart
Pressan
Fyrir 1 viku

Ung stjarna var ekki öll þar sem hún var séð

Ung stjarna var ekki öll þar sem hún var séð