fbpx
Föstudagur 26.júlí 2024
Pressan

Myrti ættleidda dóttur sína því hún reifst við „uppáhaldsson“ hans um ís

Pressan
Mánudaginn 19. febrúar 2024 22:00

Zahra Gulami

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í maí 2020 missti Jan Gholami, 33 ára, stjórn á sér og tók tveggja ára stjúpdóttur sína, Zahra Ghulami, og „barði höfði hennar við vegg“ vegna þess að hún var að rífast við „uppáhaldsson“ hans um ís. Zahra höfuðkúpubrotnaði og lést á sjúkrahúsi tveimur dögum síðar.

Sky News skýrir frá þessu og segir að fyrir dómi hafi Gholami sagt að hann hafi skroppið út í búð að morgni umrædds dags og þegar hann kom heim aftur hafi sonur hans sagt honum að Zahra hafi dottið niður stigann og væri ælandi.

Saksóknari var ekki sammála þessum framburði hans og sagði að Gholami hafi farið í Tesco eftir að hann veitti Zahra áverkana. Ástæðan fyrir þessu hafi verið að Zahra hafi rifist við „uppáhaldsson“ Gholami um hvort fara ætti út í búð að kaupa ís. Hafi Gholami misst stjórn á sér við þetta og ráðist á Zahra.

Kviðdómur komst að þeirri niðurstöðu í byrjun árs að Gholami væri sekur um morð og misþyrmingar á barni. Á föstudaginn var hann dæmdur í ævilangt fangelsi. Hann getur sótt um reynslulausn eftir 23 og hálft ár.

Eiginkona hans, Roqia Ghulami, var sýknuð af ákæru um morð en fundin sek um vanrækslu á barni. Hún var dæmd í tveggja ára fangelsi.

Gholami kom til Bretlands 2016 frá Afganistan. Ghulami var þá enn í Afganistan með börn þeirra. Þau ættleiddu Zahra 2017 eftir að vinur Gholami, faðir Zahra, taldi sig ekki geta annast hana eftir að eiginkona hans lést af barnsförum við fæðingu Zahra.

Þetta gerðist þegar Ghulami var enn í Afganistan. Öldungar í þorpinu, þar sem hún bjó, samþykktu ættleiðinguna.

Ghulami kom til Bretlands 2019 eftir að Gholami hafði sótt um hæli fyrir hana og börnin.

Nágranni þeirra bar vitni fyrir dómi og sagði að Gholami hafi beitt Ghulami ofbeldi. Sagðist nágranninn meðal annars hafa séð hann kýla hana í andlitið fyrir utan heimili þeirra.

Í júní 2019 sagði Ghulami lögreglunni og starfsmanni félagsþjónustunnar að Gholami beitti hana ofbeldi, stundum með því að slá hana utanundir eða með því að lemja höfði hennar utan í vegg. Sagðist hún óttast að hann myndi drepa hana.

Gholami neitaði að hafa beitt hana ofbeldi sem og að hafa beitt Zahra ofbeldi en hann var einnig ákærður fyrir að hafa barið höfði hennar utan í vegg áður og að hafa axlarbrotið hana í það skipti.

Saksóknarinn sagði fyrir dómi að það að væri greinilegt að Gholami stundaði það að berja höfði fólks utan í vegg. Hann hafi gert þetta áður við Zahra og hún hafi lifað það af. Hann hafi síðan endurtekið þetta og síðan gengið á brott og farið út í búð.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 1 viku

Átti erfitt með þvaglát – Ástæðan kom læknum gríðarlega á óvart

Átti erfitt með þvaglát – Ástæðan kom læknum gríðarlega á óvart
Pressan
Fyrir 1 viku

Ung stjarna var ekki öll þar sem hún var séð

Ung stjarna var ekki öll þar sem hún var séð