fbpx
Miðvikudagur 28.febrúar 2024
Pressan

„Kærastinn minn er lélegur í rúminu – Hvað get ég gert?

Pressan
Mánudaginn 12. febrúar 2024 04:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Ég elska kærastann minn en það er  eitt vandamál. Hann er lélegur í rúminu. Það er eins og hann haldi að hann sé í klámmynd og verði að standa sig frábærlega og gera svo mikið allan tímann. Það skortir alla nánd.“

Þetta skrifaði kona ein til vefritsins Femina og hélt áfram: „Ég veit ekki hvernig ég get sagt honum þetta. Mér finnst erfitt að tala um svonalagað. Getur þú hjálpað mér? Er einhver leið til að segja þetta án þess að segja þetta beint út?“

Julie Jeune, kynlífsfræðingur, var til svara hjá Femina og skrifaði:

„Lélegur í rúminu? Það hljómar ekki vel en sem betur fer er það eitthvað sem hann getur lært ef þú táldregur hann og sýnir honum hverjar langanir þínar eru. Vertu þér sjálfri og kynlöngun þinni trú.“

Síðan bætti hún við: „Í staðinn fyrir að skamma hann, skalt þú ráða ferðinni. Það krefst þess af þér að þú sért mjög meðvituð um líkama þinn, langanir þínar og þarfir. Reyndu að segja hátt og skýrt hvað það er sem þér finnst gott, gefðu það til kynna með orðum, hljóðum og líkama þínum sem hreyfist. Láttu síðan bara vaða þegar eitthvað er gott, þá leiðbeinir þú honum án þess að gagnrýna hann og hann mun taka því sem hrósi og láta þig fá enn meira af því sem þér líkar vel við.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Maðurinn sem var fenginn til að finna njósnarann innan raða FBI sem reyndist vera hann sjálfur

Maðurinn sem var fenginn til að finna njósnarann innan raða FBI sem reyndist vera hann sjálfur
Pressan
Í gær

Aldrei fleiri Rússar sótt um hæli

Aldrei fleiri Rússar sótt um hæli
Pressan
Fyrir 3 dögum

Þurfti meðferð við Tinderfíkn – „Á einum tímapunkti var ég að spjalla við 10 konur í einu“

Þurfti meðferð við Tinderfíkn – „Á einum tímapunkti var ég að spjalla við 10 konur í einu“
Pressan
Fyrir 3 dögum

Reisti sér risastórt heimili á einum glæsilegasta íþróttaleikvangi Bandaríkjanna

Reisti sér risastórt heimili á einum glæsilegasta íþróttaleikvangi Bandaríkjanna