fbpx
Fimmtudagur 29.febrúar 2024
Pressan

Heil fjölskylda lést í fjallgöngu

Pressan
Mánudaginn 12. febrúar 2024 17:00

Svissneskur lögreglumaður við skyldustörf. Mynd:Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þriggja manna hollensk fjölskylda lést í síðustu viku þegar hún var í fjallgöngu í svissnesku Ölpunum. Fólkið var á göngu við Rochers de Naye fjallið nærri Montreux þegar slysið átti sér stað.

Dpa segir að svissneska lögreglan hafi skýrt frá því á laugardaginn að lík fólksins hafi fundist á föstudaginn um 300 metra fyrir neðan brattan stíg. Fjölskyldunnar hafði verið saknað síðan á fimmtudag.

Hin látnu voru 57 ára kona og 25 ára dóttir hennar og 22 ára sonur hennar. Sonurinn bjó í Lausanne í Sviss en mæðgurnar í Hollandi.

Lögreglan vinnur nú að rannsókn málsins og mun reyna að komast að ástæðu þess að fólki hrapaði til bana.

Rochers de Naye er vinsælt svæði meðal göngufólks. Fjallið er 2.042 metra á hæð og er í vesturhluta Sviss, nærri frönsku landamærunum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Prestur skotmark mafíunnar

Prestur skotmark mafíunnar
Pressan
Í gær

Daniela Klette handtekin í Berlín – Var eftirlýst í yfir 20 ár

Daniela Klette handtekin í Berlín – Var eftirlýst í yfir 20 ár
Pressan
Fyrir 3 dögum

Ekkert hefur heyrst í Voyager 1 í þrjá mánuði – Kraftaverk þarf til að bjarga geimfarinu

Ekkert hefur heyrst í Voyager 1 í þrjá mánuði – Kraftaverk þarf til að bjarga geimfarinu
Pressan
Fyrir 3 dögum

Er hægt að fá of mikið af andoxunarefnum?

Er hægt að fá of mikið af andoxunarefnum?