fbpx
Laugardagur 02.mars 2024
Pressan

Svona heldur þú þvottavélinni hreinni

Pressan
Sunnudaginn 11. febrúar 2024 16:30

Það þarf að þrífa þvottavélar. Mynd:Lindsey McIver

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það eru margir sem þrífa þvottavélina sína ekki, að minnsta kosti ekki nægilega vel. Það getur haft í för með sér að vélin bilar en að sögn Ben Peach, sem er sagður sérfræðingur í þvottavélum, þá er hægt að tryggja að það gerist ekki.

Samkvæmt því sem kemur fram í The Sun þá segir hann að eitt af góðu ráðunum hans sé að láta blautan þvott aldrei liggja í þvottavélinni þegar hún hefur lokið við að þvo. Ástæðan er að það getur valdið því að myglusveppur getur myndast í henni.

Hann segir að einnig skuli forðast að loka þvottavélinni strax að þvotti loknum því tromlan þarf tíma til að þorna.

Þess utan þarf að halda ytri hlutanum hreinum sem og hurðinni. Það er einfaldlega hægt að gera með því að strjúka yfir með rökum klút.

Einn af þeim stöðum sem margir gleyma þegar þeir eru að þrífa þvottavélar er gúmmílistinn og margir vita þess utan ekki að það er nauðsynlegt að þrífa hann reglulega.

Ef þú vilt ná sem bestum árangri við þrifinn á þvottavélinni þá er hægt að segja tvær matskeiðar af ediki og þvottaefni í vélina í miðjum þvotti.

Peach segir einnig að hreinsa eigi síu þvottavélarinnar á fjögurra til sex vikna fresti til að fjarlægja trefjar og skít sem kemur af þvottinum. Það er hægt að þrífa síuna með því að skola hana undir rennandi vatni.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Sökuð um að hafa myrt son sinn – Segist hafa lamið hann af því að Biblían heimili það

Sökuð um að hafa myrt son sinn – Segist hafa lamið hann af því að Biblían heimili það
Pressan
Fyrir 2 dögum

Dó úr of stórum skammti af D-vítamíni

Dó úr of stórum skammti af D-vítamíni
Pressan
Fyrir 4 dögum

Lögreglan beðin um að halda sig fjarri gleðigöngu í Sydney vegna morðmáls

Lögreglan beðin um að halda sig fjarri gleðigöngu í Sydney vegna morðmáls
Pressan
Fyrir 4 dögum

Vafasamur vinur – Stal 8 milljónum frá deyjandi vini sínum

Vafasamur vinur – Stal 8 milljónum frá deyjandi vini sínum