Á myndinni sést að á svæðinu eru um 500.000 stjörnur, þar á meðal þéttar þyrpingar nýrra stjarna. Bandaríska geimferðastofnunin NASA lýsir þessu sem „öfgafullu umhverfi“ nærri hjarta Vetrarbrautarinnar.
Svæðið, sem heitir Sagittarius C, er um 300 ljósár frá ofurmassamiklu svartholi sem er í miðju Vetrarbrautarinnar. Þetta svæði er þekkt fyrir að þar verða stjörnur til.
Rauðgulu svæðin á myndinni eru þyrpingar frumstjarna, bláu svæðin eru áður óséð svæði jónaðs vetnisgass en þar er eitthvað sem líkist nálum og vita vísindamenn ekki með vissu hvað það er. Þetta er upplýst með útfjólubláu ljósi frá massamiklum ungum stjörnum. Þetta svæði er um 50 ljósár á breidd en það er tíföld vegalengdin á milli sólarinnar okkar og Proxima Centauri, sem er næsta stjarna við sólina.