fbpx
Laugardagur 02.mars 2024
Pressan

Heimila miklu fleiri ferðamönnum að heimsækja Machu Picchu en nú er

Pressan
Laugardaginn 10. febrúar 2024 17:30

Machu Picchu er ægifagur og merkur bær. Mynd: EPA-EFE/Ernesto Arias

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Yfirvöld í Perú hafa heimilað mun fleira fólki að heimsækja bæinn Machu Picchu daglega en verið hefur. Í janúar var byrjað að leyfa 4.500 manns að koma þangað daglega en áður var þakið 3.800 manns. Líklega verður fjöldinn hækkaður enn frekar síðar á árinu, eða í 5.600 gesti daglega.

Sky News skýrir frá þessu og segir að embættismenn leggi áherslu á mikilvægi þess að vernda þennan sögulega stað og að það verði forgangsverkefni.

Breytingin er gerð til að reyna að styrkja ferðamannaiðnaðinn í landinu en hann hefur ekki náð sér á strik eftir heimsfaraldur kórónuveirunnar.

Áætlað er að 2,2 milljónir ferðamanna komi til landsins á þessu ári en það eru um helmingi færri ferðamenn en komu áður en heimsfaraldurinn skall á.

Machu Picchu er á heimsminjaskrá UNESCO og er  í Andesfjöllunum. Þetta er dularfullur bær sem Inkar reistu á fimmtándu öld.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 3 dögum

Dó úr of stórum skammti af D-vítamíni

Dó úr of stórum skammti af D-vítamíni
Pressan
Fyrir 3 dögum

Ungir drengir grunaðir um innbrot og fjöldadráp á dýrum

Ungir drengir grunaðir um innbrot og fjöldadráp á dýrum
Pressan
Fyrir 4 dögum

Prestur skotmark mafíunnar

Prestur skotmark mafíunnar
Pressan
Fyrir 4 dögum

Daniela Klette handtekin í Berlín – Var eftirlýst í yfir 20 ár

Daniela Klette handtekin í Berlín – Var eftirlýst í yfir 20 ár