fbpx
Laugardagur 02.mars 2024
Pressan

Falið DNA í steypireyðum sýnir að tegundin hefur makast við aðra tegund og eignast afkvæmi með henni

Pressan
Laugardaginn 10. febrúar 2024 13:30

Steypireyður í Kyrrahafi. Mynd:Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ný rannsókn á erfðamengi steypireyða í Atlantshafi leiddi í ljós að í því er „ótrúlega mikið“ af DNA úr langreyði. Þetta bendir til að þessar tvær tegundir hafa makast í mun meiri mæli en áður var vitað.

Steypireyðar eru stærstu dýr jarðarinnar en þær geta orðið allt að 34 metra langar. Steypireyðum snarfækkaði snemma á tuttugustu öldinni vegna hvalveiða í atvinnuskyni. Af þeim sökum er tegundin á lista yfir dýrategundir í útrýmingarhættu. Góðu fréttirnar eru að nú fjölgar í stofninum.

Í nýrri rannsókn, sem hefur verið birt í vísindaritinu Conservation Genetics, kemur fram að vísindamenn hafi rannsakað erfðamengi B. musculus musculus, sem er ein fjögurra undirtegunda steypireyða og hefst hún við í Norður-Atlantshafi og norðanverðu Kyrrahafi. Rannsóknin leiddi í ljós að dýr af þessari tegund hafa makast við langreyði og eignast afkvæmi með þeim. Live Science skýrir frá þessu.

Erfðaefni 31 dýrs var rannsakað og reyndist 3,5% af erfðaefni dýranna, að meðaltali, vera frá langreyðum komið.

Vísindamenn hafa lengi vitað að steypireyðar og langreyðar geta makast og og eignast afkvæmi. Þetta geta tegundirnar þrátt fyrir að mikill stærðarmunur sé á þeim. Steypireyður er að meðaltali 85 tonnum þyngri en langreyður að því er The New York Times segir. Afkvæmi tegundanna líkjast oft óvenjulega stórum langreyðum með lit og kjálka steypireyðar.

Þar til nýlega var talið að þessi afkvæmi væru ófrjó og gætu því ekki eignast afkvæmi en þannig er það hjá flestum öðrum dýrum sem eru afkvæmi tveggja tegunda. En rannsókn, sem var gerð 2018, leiddi í ljós að sumir af þessum blönduðu hvölum geta eignast afkvæmi með steypireyðum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Óttast misnotkun gervigreindar í kosningunum – Nú bregst Facebook við

Óttast misnotkun gervigreindar í kosningunum – Nú bregst Facebook við
Pressan
Fyrir 2 dögum

Myrti systur sína með samúræjasverði viku eftir að sonur hans var dæmdur í fangelsi fyrir morð

Myrti systur sína með samúræjasverði viku eftir að sonur hans var dæmdur í fangelsi fyrir morð
Pressan
Fyrir 3 dögum

Sökuð um að hafa myrt son sinn – Segist hafa lamið hann af því að Biblían heimili það

Sökuð um að hafa myrt son sinn – Segist hafa lamið hann af því að Biblían heimili það
Pressan
Fyrir 3 dögum

Dó úr of stórum skammti af D-vítamíni

Dó úr of stórum skammti af D-vítamíni
Pressan
Fyrir 4 dögum

Sagði fólki að borða morgunkorn á kvöldin til að spara – Sjálfur með 700 milljónir á ári

Sagði fólki að borða morgunkorn á kvöldin til að spara – Sjálfur með 700 milljónir á ári
Pressan
Fyrir 4 dögum

Prestur skotmark mafíunnar

Prestur skotmark mafíunnar
Pressan
Fyrir 4 dögum

Lögreglan beðin um að halda sig fjarri gleðigöngu í Sydney vegna morðmáls

Lögreglan beðin um að halda sig fjarri gleðigöngu í Sydney vegna morðmáls
Pressan
Fyrir 4 dögum

Vafasamur vinur – Stal 8 milljónum frá deyjandi vini sínum

Vafasamur vinur – Stal 8 milljónum frá deyjandi vini sínum