fbpx
Miðvikudagur 30.apríl 2025
Pressan

5 leiðir til að minnast ástvina þinna um jólin

Pressan
Sunnudaginn 8. desember 2024 16:59

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Gleði jólanna og hátíðahöld geta verið erfiður tími fyrir þá sem takast á við sorg. Hvort sem þú hefur nýlega misst einhvern ástvin eða saknar nærveru hans í jólahefðum, er mikilvægt að heiðra minningu viðkomandi yfir hátíðarnar. Ný jólahefð tileinkuð látnum ástvini eða -vinum getur létt á sorginni hjá þeim sem eftir lifa og fært þeim von um gleðilega hátíð.

Skrifaðu ástvini bréf eða jólakort

Eitt það erfiðasta þegar tekist er á sorgina er að geta ekki lengur talað við ástvin og sagt honum hvernig þér líður. Prófaðu að skrifa persónulegt bréf eða jólakort með orðunum sem þú vilt segja. Þú getur valið að sýna bréfið/kortið eða halda því alfarið fyrir þig, það sem skiptir máli er að segja ástvini þínum að þú sért að hugsa um hannGerðu persónulegt skraut

Gerðu persónulegt skraut

Það eru margar leiðir til að bæta minningu ástvinar við jólaskrautið: 

Persónuleg jólakúla

Borði í uppáhaldslit hans bundinn við tréð

Minningakrans á útidyrunum 

Jólasokkur með nafni ástvinar

Búðu til tré sem er hornrétt tileinkað þeim

Keyptu gjöf handa ástvininum

Settu litla og persónulega gjöf undir jólatréð fyrir ástvin þinn um jólin. Að muna eftir uppáhaldshlut hans, eða brandara sem ykkur fannst fyndinn, er jákvæð minning

Þú getur líka sett litlar gjafir, myndir, minningar og bréf í sérsniðna jólasokka.

Skreyttu jólakerti

Persónuleg kerti eru auðvelt, skemmtilegt föndurverkefni fyrir börn og fullorðna. Fyrir börn sem takast á við sorg getur það verið heilandi og skapandi um leið að skreyta kerti sem logar yfir jólin til að minnast ástvinar.

Prófaðu að búa til myndakerti með uppáhalds myndinni þinni af ástvini þínum. Og auðvitað má sleppa því að kveikja á kertinu og nota það aðeins til skreytingar og minningar.

Kveiktu á kerti fyrir ástvin

Kveiktu á kerti og farðu með bæn tileinkaða ástvini þínum. Það er auðveldara að takast á við sorgina með því að leita huggunar í bæn.

Hvernig sem þú velur að minnast ástvinar þíns, hvort sem þú gerir það í einrúmi eða með fjölskyldu og vinum, ætti að geyma minningu þeirra og hjálpa þér að finna gleði þessa hátíðar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Hvað er að gerast í Evrópu? Heilu borgirnar án rafmagns á Spáni og í Portúgal

Hvað er að gerast í Evrópu? Heilu borgirnar án rafmagns á Spáni og í Portúgal
Pressan
Í gær

Endanleg krufningarskýrsla gefur til kynna hræðilega síðustu daga stórleikarans

Endanleg krufningarskýrsla gefur til kynna hræðilega síðustu daga stórleikarans
Pressan
Fyrir 2 dögum

Upplifði óbærilegan sársauka fyrir andlátið – „Það braut hana niður“

Upplifði óbærilegan sársauka fyrir andlátið – „Það braut hana niður“
Pressan
Fyrir 2 dögum

Geta þessar myndir virkilega sagt til um persónuleika þinn?

Geta þessar myndir virkilega sagt til um persónuleika þinn?
Pressan
Fyrir 3 dögum

Hvað hugsar hundurinn þinn þegar þú ferð að heiman?

Hvað hugsar hundurinn þinn þegar þú ferð að heiman?
Pressan
Fyrir 3 dögum

Þess vegna á tannburstinn að fara í uppþvottavélina

Þess vegna á tannburstinn að fara í uppþvottavélina