fbpx
Sunnudagur 15.desember 2024
Pressan

Kántrístjarna gerði hlé á tónleikum meðan eiginkonan fæddi son – „Klikkaðasta kvöld lífs míns“

Ragna Gestsdóttir
Mánudaginn 14. október 2024 09:04

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Kántrístjarnan Brantley Gilbert gerði óvænt hlé á tónleikum sínum á föstudagskvöld í Tupelo í Missisippi. Ástæðan var fagnaðarefni, eiginkona hans Amber eignaðist son þeirra í tónleikarútunni.

„Þannig er að gærkvöldið gæti hafa verið klikkaðasta kvöld lífs míns. Að horfa á svona ótrúlega konu gera svona ótrúlega hluti er eitthvað sem ég mun aldrei gleyma,“ skrifaði Gilbert við tilfinningaþrungið myndband á Instagram á laugardag.

„Ég þakka tónleikafölskyldunni okkar fyrir að fylkja sér í kringum okkur, Brittany Thornton fyrir að hjálpa okkur að koma þessum litla náunga í heiminn, Tupelo, Mississippi fyrir að sýna okkur klikkaða ást og stuðning. Og umfram allt… Amber Gilbert, fyrir að leyfa mér að elska þig og sýna mér NÁKVÆMLEGA hversu ótrúlega sterk kona getur verið. Ég elska þig.“

Myndbandið hefst á skoti af Gilbert þegar hann kom fram áður en hann gekk skyndilega af sviðinu eftir að hafa fengið skilaboð frá teymi sínu um „neyðartilvik baksviðs“. Myndbandið klippir síðan aftur á hann að taka við móður sína í síma og tilkynna henni að hún eigi nýtt barnabarn, áður en áhorfendur fá að sjá nýfætt barnið. Eftir að móðir hans var spurð hvernig eiginkona hans hafi það svar Gilbert: „Hún er ógnvekjandi villimaður.“

 

View this post on Instagram

 

A post shared by Brantley Gilbert (@brantleygilbert)

Gilbert slekkur síðan á símanum, snýr aftur á svið og segir við tónleikagesti: „Við fengum barn,“ sem varð til þess að salurinn fagnaði ákaft.

„Við höfum fengið nýja viðbót við Gilbert fjölskylduna… Guð er góður,“ segir Gilbert. Hjónin sem hafa verið gift í níu ár eiga einnig soninn Barrett, sex ára, og dótturina Braylen, fimm ára.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Dýrahirðirinn gerði afdrifarík mistök

Dýrahirðirinn gerði afdrifarík mistök
Pressan
Fyrir 2 dögum

Myndband sýnir björgun fanga úr fangelsi í Sýrlandi – Hafði verið fjóra mánuði í gluggalausum klefa

Myndband sýnir björgun fanga úr fangelsi í Sýrlandi – Hafði verið fjóra mánuði í gluggalausum klefa
Pressan
Fyrir 3 dögum

Víðtæk leit að búum „morðgeitunga“ – Sáust í Evrópu í fyrsta sinn

Víðtæk leit að búum „morðgeitunga“ – Sáust í Evrópu í fyrsta sinn
Pressan
Fyrir 3 dögum

Stefnulýsing Mangione birt – „Ég biðst afsökunar á þeim erfiðleikum og þjáningum sem ég hef valdið en þetta þurfti að gerast“

Stefnulýsing Mangione birt – „Ég biðst afsökunar á þeim erfiðleikum og þjáningum sem ég hef valdið en þetta þurfti að gerast“
Pressan
Fyrir 4 dögum

„Undraland vetrarins“ sagt vera hrein blekking

„Undraland vetrarins“ sagt vera hrein blekking
Pressan
Fyrir 4 dögum

Líf hjónanna breyttist mjög þegar dóttir þeirra gekk í hjónaband með Assad

Líf hjónanna breyttist mjög þegar dóttir þeirra gekk í hjónaband með Assad