En hvert er þá kjörhitastigið?
Sérfræðingar mæla með því að hitinn í svefnherberginu sé á bilinu 16 til 19 gráður. Þetta hitastig hjálpar líkamanum við að viðhalda eðlilegum dægurrytma sem er afgerandi fyrir að við getum sofnað og náð djúpum og truflanalausum svefni. Þegar við sofum lækkar líkamshitinn og svalara umhverfi styður þetta kælingarferli með því að auka slökun líkamans og gera okkur auðveldara fyrir við að sofna.
Ef það er of heitt í svefnherberginu getur það truflað getu líkamans til að kæla sig niður og það getur valdið órólegum svefni og látið okkur vakna ótt og títt.