fbpx
Sunnudagur 15.desember 2024
Pressan

Lögreglumenn gáttaðir eftir neyðarkall frá velmeinandi konu – „Einu sinni verður allt fyrst“

Pressan
Miðvikudaginn 9. október 2024 18:15

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Kona í Washington fékk að súpa seyðið af gerðum sínum á dögunum, en hún þurfti að fá aðstoð lögreglu til að komast heim til sín eftir að stór hópur óprúttinna, en krúttlegra, þrjóta hindraði heimförina.

Hún hringdi í neyðarlínuna og greindi frá því að hún hafi komið að heimili sínu, en komst ekki inn þar sem rúmlega 100 þvottabirnir höfðu komið sér fyrir í garði hennar. Lögregla mætti á svæðið og greindi konan þeim frá því að í um 35 ár hafi hún gefið þvottabjörnum að borða við heimili sitt. Þetta hafi til þessa gengið áfallalaust fyrir sig en góðmennska hennar hafði greinilega spurst út meðal samfélags þvottabjarna sem í nafni jafnræðis fjölmennti á heimili hennar í leit að æti.

Síðustu sex vikurnar hafi hún því misst öll tökin á aðstæðum og nú komnir svo margir birnir að hún treysti sér ekki til að eiga við þá ein og óstudd. Lögreglumenn voru gáttaðir enda höfðu þeir aldrei séð annað eins.

„Einhvern veginn spurðist þetta út um samfélag þvottabjarna og þeir mættu allir heim til hennar og bjuggust við mat,“ sagði talsmaður lögregluembættisins í samtali við fjölmiðla. „Enginn hérna man til þess að þurfa að eiga við múg af þvottabjörnum. Einu sinni verður allt fyrst.“

Engum var þó meint af, hvorki manni né dýri, en þvottabirnir bera gjarnan með sér sjúkdóma á borð við hundaæði og hringorm. Það þarf þó varla að taka fram að nágrannar konunnar voru ekki hrifnir, enda hafa þvottabirnirnir fært sig upp á skaftið og leitað í fleiri garða undanfarið.

„Ég hef fengið nokkra í garðinn til mín undanfarið. Hundunum mínum hefur lent upp á kant við þá nokkrum sinum. Ég þurfti einu sinni að fara með einn þeirra til dýralæknis eftir slag við þvottabjörn. Ég hef líka tekið eftir því að það eru fleiri þvottabirnir við veginn hingað. Ég vona að einhver geti hjálpað henni að eiga við þennan vanda, og vonandi hættir hún að gefa þeim að borða,“ sagði einn nágranninn.

Konan greindi lögreglu frá því að hún hafi fyrst leitað til dýrafangara til að losa hana við þvottabirnina en þeir rukki mikið fyrir viðvikið, eða 70 þúsund krónur fyrir hvern þvottabjörn sem þeir fjarlægja. Lögregla benti konunni þá á að hafa samband við deild Washington borgar sem sér um dýr. Lögregla taldi sig ekkert geta aðhafst enda höfðu þvottabirnirnir fylgt lögum í hvívetna.

„Eins og stendur er mat okkar það að þvottabirnirnir hafi engan glæp framið.“

Saga konunnar þykir þó vera öðrum víti til varnaðar. Það sé ekki sniðugt að gefa villtum dýrum mat svo þau fari að venja til fólks komuna.

„Þetta er ekki flókið. Ekki gefa villtum dýrum að borða. Þegar villt dýr uppgötva áreiðanlega leið til að fá mát, þá munu þau halda áfram að koma. Og það er einmitt það sem þessir þvottabirnir gerðu þar til fjöldi þeirra, sem kom í leit að mat, var orðinn stjórnlaus.“

New York Post greinir frá. 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Yfirmaður myrta forstjórans sýnir reiði almennings skilning

Yfirmaður myrta forstjórans sýnir reiði almennings skilning
Pressan
Í gær

Uggandi auðmaður varaði kollega sína við afleiðingum misskiptingarinnar – „Þá verður heygöflunum beint að okkur“

Uggandi auðmaður varaði kollega sína við afleiðingum misskiptingarinnar – „Þá verður heygöflunum beint að okkur“
Pressan
Fyrir 2 dögum

Myndband sýnir björgun fanga úr fangelsi í Sýrlandi – Hafði verið fjóra mánuði í gluggalausum klefa

Myndband sýnir björgun fanga úr fangelsi í Sýrlandi – Hafði verið fjóra mánuði í gluggalausum klefa
Pressan
Fyrir 2 dögum

Stytta vinnuvikuna í 4 daga – Vonast til að það auki frjósemi

Stytta vinnuvikuna í 4 daga – Vonast til að það auki frjósemi
Pressan
Fyrir 3 dögum

Stefnulýsing Mangione birt – „Ég biðst afsökunar á þeim erfiðleikum og þjáningum sem ég hef valdið en þetta þurfti að gerast“

Stefnulýsing Mangione birt – „Ég biðst afsökunar á þeim erfiðleikum og þjáningum sem ég hef valdið en þetta þurfti að gerast“
Pressan
Fyrir 3 dögum

Fundu gögn sem sýna hversu mikil auðæfi frú Assad eru

Fundu gögn sem sýna hversu mikil auðæfi frú Assad eru
Pressan
Fyrir 4 dögum

Líf hjónanna breyttist mjög þegar dóttir þeirra gekk í hjónaband með Assad

Líf hjónanna breyttist mjög þegar dóttir þeirra gekk í hjónaband með Assad
Pressan
Fyrir 4 dögum

Skilur ekki gleðina yfir morðinu sem allir eru að tala um

Skilur ekki gleðina yfir morðinu sem allir eru að tala um