fbpx
Föstudagur 02.maí 2025
Pressan

Hér vantar fólk til starfa – Meðalmánaðarlaun eru 920.000 krónur

Pressan
Miðvikudaginn 25. september 2024 07:30

Frá Lúxemborg. Mynd úr safni.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það vantar fólk til starfa í mörgum geirum í einu ríkasta landi Evrópu. Þar eru meðallaunin sem svarar til 920.000 íslenskum krónum á mánuði og oft eru ansi góð kjör í boði fyrir rétta fólkið.

Ef þú ert að leita þér að vinnu og ert tilbúin(n) til að flytja úr landi, þá er þetta kannski eitthvað fyrir þig til að skoða.

Landið er Lúxemborg en eins og áður sagði eru launin almennt góð og lífsskilyrðin eru góð

Money segir að nú séu um 3.000 lausar stöður í Lúxemborg og að margar þeirra krefjist ekki háskólamenntunar.

Lágmarkslaunin í landinu eru sem svarar til 400.000 íslenskum krónum fyrir ófaglærða og 460.000 krónur fyrir faglærða.

Fyrir íbúa EES-svæðisins þá er lítið mál að flytja til Lúxemborgar. Það þarf bara að skrá sig innan þriggja mánaða frá flutningi og þarf þá að framvísa sönnun þess að þú sért með vinnu eða eigir nógu mikið fé til að geta séð fyrir þér.

Það er kostur að kunna frönsku en það er ekki alltaf skilyrði fyrir að fá vinnu í Lúxemborg.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Fjarlægðu augu, heila og barkakýli áður þeir skiluðu líkinu

Fjarlægðu augu, heila og barkakýli áður þeir skiluðu líkinu
Pressan
Í gær

Kim Jong-un skipar norðurkóreskum skólum að ala kanínur – Ætlaðar svöngum hermönnum

Kim Jong-un skipar norðurkóreskum skólum að ala kanínur – Ætlaðar svöngum hermönnum
Pressan
Fyrir 2 dögum

„Tvífarakenningin“ um Melania fékk byr undir báða vængi í útför páfans

„Tvífarakenningin“ um Melania fékk byr undir báða vængi í útför páfans
Pressan
Fyrir 2 dögum

Volkswagen íhugar að hefja framleiðslu Audi í Bandaríkjunum vegna tolla Trump

Volkswagen íhugar að hefja framleiðslu Audi í Bandaríkjunum vegna tolla Trump
Pressan
Fyrir 4 dögum

Endanleg krufningarskýrsla gefur til kynna hræðilega síðustu daga stórleikarans

Endanleg krufningarskýrsla gefur til kynna hræðilega síðustu daga stórleikarans
Pressan
Fyrir 4 dögum

Vendingar í máli herforingjans sem var sprengdur í loft upp

Vendingar í máli herforingjans sem var sprengdur í loft upp