fbpx
Sunnudagur 15.desember 2024
Pressan

Af hverju drekkti Andrea börnunum sínum fimm?

Ragna Gestsdóttir
Þriðjudaginn 28. maí 2024 22:30

Andrea ásamt eiginmanni hennar og sonum þeirra fjórum

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Stuttu eftir að Rusty Yates, eiginmaður Andreu, hélt til vinnu sinnar um morguninn þann 20. júní 2001 í Johnson Space Center gerðist hryllilegur atburður. Þá um morguninn svaraði neyðarlínan símtali frá heimili hjónanna í Houston-úthverfinu Clear Lake í Texas. Þegar lögreglumenn komu að heimilinu stóð fimm barna móðirin fyrir framan húsið í rennblautri blárri og hvítri skyrtu.

„Ég var að drepa börnin mín,“ sagði hún við lögreglumennina. Yates sagði lögreglunni að hún hefði fyllt baðkarið á heimilinu og drekkt börnum sínum, einu af öðru, og drepið synina Luke, tveggja ára, Paul, þriggja ára, John, fimm ára og dótturina Mary, sem var aðeins sex mánaða. Sonur hennar Noah, sem var sjö ára, sá litlu systur sína látna í baðkarinu og reyndi að forða sér á hlaupum. En móðir hans náði honum, og með átökum kom hún honum ofan í baðkarið og drekkti honum. Yates lagði lík fjögurra yngstu barnanna varlega á rúmið sitt, huldi þau með laki og hringdi aftur og aftur í neyðarlínuna.

Hún var fundin sek um morð árið 2002 og var dæmd í lífstíðarfangelsi með möguleika á reynslulausn eftir 40 ár.  Verjendur hennar áfrýjuðu og dómurinn var ógiltur. Málið var dæmt aftur árið 2006, þegar Yates var fundin saklaus vegna geðveiki. Árið 2007 var hún úrskurðuð í gæsluvarðhald á geðdeild í Kerrville í Texas, og þar dvelur hún enn.

People fjallaði um málið árið 2002.

En hvað olli því að Yates drap börn sín? People fer yfir málið 23 árum seinna.

Andrea Yates

Vísbendingar um neyð Andreu 

Fljótlega eftir þennan átakanlega atburð velti fólk því fyrir sér hvernig þetta gat gerst.

„Eitthvað hlaut að hafa klikkað,“ sagði Cheryl Johnson, nágranni Yates á þessum tíma við People. „Hún var ekkert skrímsli.“

Seinna kom í ljós að Yates hafði glímt við geðheilbrigðisvandamál í mörg ár og þjáðist af alvarlegu þunglyndi eftir fæðingu fjórða barnsins, að sögn eiginmanns hennar. Eftir fæðingu fyrsta barns þeirra var hún „mjög hamingjusöm, mjög sterk,“ sagði vinkona hennar, Marlene Wark, við People.

Árið 1999, nokkrum mánuðum eftir að Luke fæddist, gerði Andrea tilraun til að taka eigið líf með því að taka of stóran skammt af lyfjum sem ávísað til föður hennar. Í kjölfarið var hún lögð inn á sjúkrahús. Eftir að hún var útskrifuð af spítalanum voru „engar áhyggjur af hálfu starfsfólks spítalans um að börnum hennar væri búin hætta af hálfu hennar, svo máli hennar var aldrei úthlutað til málsmeðferðaraðila,“ sagði talskona barnaverndarnefndar. Yates var ávísað þunglyndislyfjum og geðrofslyfinu Haldol, sem hjálpaði henni að halda þunglyndinu í skefjum, um tíma.

Tveimur vikum eftir að hún hætti á Haldol versnaði geðsjúkdómur hennar, sagði lögfræðingur hennar George Parnham við kviðdómendur meðan á réttarhöldunum stóð.

Hann sagði að Yates hefði talið að „það hefði verið rétt að drekkja börnum hennar.“

Andrea með lögmanni sínum.

Heimavinnandi móðir fimm ungra barna

Þegar hjónin giftu sig árið 1993 sagði Rusty Andreu að hann vildi að hún yrði heima og að hann vildi eignast stóra fjölskyldu. „Hann var staðráðinn í því að þau ætluðu að eignast sex börn,“ sagði nágranninn Sylvia Cole. „Hún var mjög hógvær og hæglát svo ég er ekki viss um hvort barnafjöldinn hafi verið sameiginleg ákvörðun.“

Þegar hún myrti börnin var hún einnig undir miklu álagi, sagði nágranninn Mike Clay á sínum tíma. „Þau áttu fimm börn. Þetta er mikið af fólki í litlu rými, og hún var þarna allan sólarhringinn og kenndi börnunum heima. Það er mikið álag.“ Heimili fjölskyldunnar var ekki stórt, en þar voru meðal annars þrjú svefnherbergi.

Andrea á brúðkaupsdaginn árið 1993 og daginn sem hún var handtekin árið 2001.

Eftirleikurinn

Hjónin skildu árið 2005 og Rusty giftist ári síðar Lauru Arnold, þau eignuðust einn son, en árið 2015 sótti Arnold um skilnað. Í viðtali við Oprah Winfrey árið 2015 þegar Rusty var spurður hvort hann hefði fyrirgefið Andreu svaraði hann „Já,“ og bætti við: „Fyrirgefning gefur til kynna að ég hafi einhvern tíma raunverulega kennt henni um. Að vissu leyti hef ég aldrei í raun og veru kennt henni um vegna þess að ég hef alltaf kennt veikindum hennar um.“

Yates afsalaði sér rétti sínum til árlegrar endurskoðunar þar sem tekin yrði ákvörðun um lausn hennar. „Hún syrgir börnin sín á hverjum degi og horfir oft á myndbönd af þeim,“ sagði lögfræðingur hennar Parnham.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Þetta er ástæðan fyrir að þú vaknar stundum rétt áður en vekjaraklukkan hringir

Þetta er ástæðan fyrir að þú vaknar stundum rétt áður en vekjaraklukkan hringir
Pressan
Fyrir 2 dögum

Milljónamæringur arfleiddi heimabæ sinn að auðnum með einu skilyrði

Milljónamæringur arfleiddi heimabæ sinn að auðnum með einu skilyrði
Pressan
Fyrir 4 dögum

Afbrotafræðinemi myrti hugsanlega konu til að „sjá hvernig það væri“

Afbrotafræðinemi myrti hugsanlega konu til að „sjá hvernig það væri“
Pressan
Fyrir 4 dögum

„Undraland vetrarins“ sagt vera hrein blekking

„Undraland vetrarins“ sagt vera hrein blekking