Sky News skýrir frá þessu og segir að mexíkóskir eiturlyfjahringir hafi lengi herjað á lárperuræktendur í Mexíkó en sjaldgæft sé að sendingum af þessari stærðargráðu sé stolið.
Þjófarnir fluttu lárperukassana yfir í sendibíla og flúðu af vettvangi.
Mexíkó er stærsta framleiðsluland lárpera og sér heimsbyggðinni fyrir 45% af heildarframleiðslunni árlega.