fbpx
Laugardagur 15.júní 2024
Pressan

Martröð í háloftunum: Flugmaður útskýrir af hverju svæðið er svona varasamt

Pressan
Miðvikudaginn 22. maí 2024 22:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Mjög skyndilega féll vélin mjög hratt niður. Allir sem voru í sætunum sínum og ekki spenntir í belti köstuðust upp í loftið.“

Svona lýsti hinn 28 ára gamli Dzafran Azmir því sem gerðist í flugvél Singapore Airlines þegar vélin var á leið frá London til Singapúr í gærmorgun. Einn lést og yfir 70 slösuðust þegar mikil ókyrrð gerði skyndilega vart við sig þegar vélinni var flogið yfir austurhluta Bengalflóa.

Sjá einnig: Martröð í háloftunum:Afinn sem lést var á leið í sitt síðasta „stóra ferðalag“ – Einn Íslendingur um borð

Svæðið sem um ræðir er alræmt fyrir þær sakir að veður getur verið óútreiknanlegt á þessum slóðum. Hvelamótin (ITCZ) svokölluðu, vindakerfi suður- og norðurhvels jarðar, mætast nærri miðbaug og samkvæmt upplýsingum frá Veðurstofu Íslands er mikið samstreymi við hvelamótin og loft mjög óstöðugt.

Marco Chan, fyrrverandi flugmaður, ræddi þetta við Times of India eftir slysið í gær og sagði hann að hvelamótin hefðu vafalaust átt sinn þátt í hvernig fór.

Svæðið við Bengalflóa er sérstaklega þekkt fyrir ókyrrð. Það eru ekki bara flugmenn sem hafa komist í hann krappan á þessum slóðum heldur einnig sjófarendur.

Chan segir að þrumuveður séu algeng við hvelamótin og flugmenn fái vissulega upplýsingar úr veðurkerfum beint í æð, ef svo má segja. „En stundum er ómögulegt að komast hjá því að fljúga í gegnum óveðursklakka vegna þess hversu stórir þeir eru að umfangi,“ segir hann.

Öfgar í veðri eru algengir á þessum slóðum og fyrr á öldum kom það fyrir að sjófarendur komust ekki áfram vegna ládeyðu sem ríkti stundum dögum saman.

Þess er getið í umfjöllun Daily Star að flugvél Air France, sem fórst árið 2008 þegar hún var á leið frá Rio de Janeiro í Brasilíu til Parísar, hafi flogið í gegnum óveður á hvelamótunum þegar hún fórst.

Í því tilfelli myndaðist ís í rörum sem eru notuð til að mæla flughraða vélarinnar sem gerði það að verkum að þau fóru að mæla rangan hraða. Þegar flugmenn vélarinnar áttuðu sig á því að ekki var allt með felldu gerðu þeir þau mistök að beina nefi flugvélarinnar upp á við til að auka hraðann í stað þess að beina því niður og nota þyngdaraflið til að auka hraðann.

Í umfjöllun Daily Star kemur fram að hvelamótin séu vel þekkt meðal alþjóðlegra flugmanna vegna þess hversu óútreiknanleg þau geta verið.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Nokkrum sekúndum eftir að þessi mynd var tekin átti hræðilegur atburður sér stað

Nokkrum sekúndum eftir að þessi mynd var tekin átti hræðilegur atburður sér stað
Pressan
Fyrir 2 dögum

71 árs Legoþjófur handtekinn – Stal rúmlega 2.800 kössum af sjaldgæfu og dýru Lego

71 árs Legoþjófur handtekinn – Stal rúmlega 2.800 kössum af sjaldgæfu og dýru Lego
Pressan
Fyrir 3 dögum

Fékk bréf frá manninum sem myrti foreldra hennar fyrir 28 árum

Fékk bréf frá manninum sem myrti foreldra hennar fyrir 28 árum
Pressan
Fyrir 3 dögum

Maðurinn sem tók viðtal við Rex Heuermann stígur fram – „Þetta er frekar hrollvekjandi, vægast sagt“

Maðurinn sem tók viðtal við Rex Heuermann stígur fram – „Þetta er frekar hrollvekjandi, vægast sagt“
Pressan
Fyrir 4 dögum

Karl konungur „mun hvorki hægja á sér né gera eins og honum er sagt“

Karl konungur „mun hvorki hægja á sér né gera eins og honum er sagt“
Pressan
Fyrir 4 dögum

Segir þetta vera „heilann á bak við einræðisherrann“

Segir þetta vera „heilann á bak við einræðisherrann“