fbpx
Sunnudagur 15.desember 2024
Pressan

Áreitti konu kynferðislega og missti handlegg í kjölfarið

Pressan
Þriðjudaginn 21. maí 2024 04:05

Kynferðisleg áreitni tekur á sig mörg form.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Nýlega veittist 22 ára karlmaður að konu í járnbrautarlest í Þýskalandi. Maðurinn, sem er frá Túnis, káfaði á konunni og kyssti hana gegn vilja hennar. Farþegar í lestinni gripu inn í og endaði það með að maðurinn missti annan handlegginn.

SWR og Bild skýra frá þessu og segja að farþegar í lestinni hafi gripið inn í og hafi komið til deilna á milli þeirra og mannsins. Deilurnar hafi síðan haldið áfram eftir að fólkið steig út úr lestinni á Österfeldt lestarstöðinni.

Svo virðist sem þá hafi komið til handalögmála sem enduðu með að maðurinn endaði á lestarteinunum þar sem hann varð fyrir lest.

Hann slasaðist það mikið að læknar urðu að taka annan handlegginn af honum.

SWR segir að lögreglan sé að rannsaka málið og segir að einn maður, sem ekki sé vitað hver er, sé sá sem rannsóknin beinist að. Hann og Túnismaðurinn deildu harkalega og leikur grunur á að maðurinn hafi hrint Túnismanninum niður á lestarteinana. Ekki er vitað hvort deilur þeirra áttu rætur að rekja til þess sem gerðist í lestinni eða hvort deiluefnið hafi verið eitthvað annað.

Lögreglan er einnig að rannsaka þann hluta málsins sem snýr að kynferðislegu áreitninni.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Yfirmaður myrta forstjórans sýnir reiði almennings skilning

Yfirmaður myrta forstjórans sýnir reiði almennings skilning
Pressan
Í gær

Uggandi auðmaður varaði kollega sína við afleiðingum misskiptingarinnar – „Þá verður heygöflunum beint að okkur“

Uggandi auðmaður varaði kollega sína við afleiðingum misskiptingarinnar – „Þá verður heygöflunum beint að okkur“
Pressan
Fyrir 2 dögum

Myndband sýnir björgun fanga úr fangelsi í Sýrlandi – Hafði verið fjóra mánuði í gluggalausum klefa

Myndband sýnir björgun fanga úr fangelsi í Sýrlandi – Hafði verið fjóra mánuði í gluggalausum klefa
Pressan
Fyrir 2 dögum

Stytta vinnuvikuna í 4 daga – Vonast til að það auki frjósemi

Stytta vinnuvikuna í 4 daga – Vonast til að það auki frjósemi
Pressan
Fyrir 3 dögum

Stefnulýsing Mangione birt – „Ég biðst afsökunar á þeim erfiðleikum og þjáningum sem ég hef valdið en þetta þurfti að gerast“

Stefnulýsing Mangione birt – „Ég biðst afsökunar á þeim erfiðleikum og þjáningum sem ég hef valdið en þetta þurfti að gerast“
Pressan
Fyrir 3 dögum

Fundu gögn sem sýna hversu mikil auðæfi frú Assad eru

Fundu gögn sem sýna hversu mikil auðæfi frú Assad eru
Pressan
Fyrir 4 dögum

Líf hjónanna breyttist mjög þegar dóttir þeirra gekk í hjónaband með Assad

Líf hjónanna breyttist mjög þegar dóttir þeirra gekk í hjónaband með Assad
Pressan
Fyrir 4 dögum

Skilur ekki gleðina yfir morðinu sem allir eru að tala um

Skilur ekki gleðina yfir morðinu sem allir eru að tala um