Eins og meðfylgjandi myndband sýnir missti ökumaðurinn, kona á besta aldri, stjórn á flutningabifreiðinni þegar bifreið sem kom á móti var ekið utan í hana.
Fór flutningabíllinn á brúarhandriðið sem gaf sig undan þunganum og mátti litlu muna að hún endaði í ánni fyrir neðan. Hékk bifreiðin á bláþræði og liðu um 40 mínútur þar til viðbragðsaðilum tókst að koma konunni út óslasaðri.
Myndband af atvikinu var gert opinbert í gær í tengslum við dómsmál á hendur manni sem talinn er hafa valdið slysinu. Maðurinn, Trevor Branham, er ákærður fyrir ógætilegan akstur en hann fór yfir á öfugan vegarhelming vegna kyrrstæðrar bifreiðar sem var fyrir framan hann.
Hann var ekki með gild ökuréttindi þegar slysið varð.